Fjórir íslenskir knapar í A úrslitum í fimmgangi

Jens Einarsson: Daníel Jónsson var hylltur af áhorfendum að lokinni sýningu hans á Tóni frá Ólafsbergi í forkeppni í fimmgangi á HM09. Áhorfendur frá öllum þjóðum stöppuðu, klöppuðu og hrópuðu. Einkunnir dómara voru þó ekki í takt við fagnaðarlætin. Þó allgóð, 7,53.

Tveir synir Svönu frá Neðra-Ási

Jens Einarsson: Victor frá Diisa er efstur allra kynbótahrossa á HM09 í Sviss eftir fordóma með 8,63 í aðaleinkunn. Hann jafnar einkunn sína frá því á Osterbyholz í vor og á nú yfirlitssýningu eftir. Hann gæti hæglega hækkað sig fyrir skeið, en það er í dómsorði sagt fjórtaktað og ekki ferðmikið. Það er eigi að síður mjög fallegt sem gangtegund.

Hjá Dísu í Undralandi

Jens Einarsson: Mótssvæðið í Brunnadern í Sviss er áreiðanlega það fallegasta sem hýst hefur heimsmeistaramót íslenskra hesta til þessa. Umhverfinu er varla hægt að lýsa öðruvísi en það sé eins og klippt út úr góðri myndasögu fyrir börn.

Þrír skörungar í hryssum

Jens Einarsson: Kynbótahryssur á HM2009 eru þokkalegar. Þrjár bera nokkuð af. Það eru sjö vetra hryssunar Kvika frá Forstwald, Þýskalandi, setin af Nils Christian Larsen og Fluga frá Auas Sparsas, Sviss, setin af Barandun Flurina. Og hin sex vetra Vordís vom Kronshof, setin af Frauke Schenzel.

Tveir Íslendingar í úrslitum í T2

Jens Einarsson: Tveir keppendur frá Íslandi keppa í úrslitum í slaktaumatölti á HM2009. Rúna Einarsdóttir á Frey frá Nordsternhof er í öðru sæti með 7,80 og Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti er í fjórða sæti með 7,63. Það er hins vegar Daninn Dennis Hedebo Johansen á Alberti frá Strandarhöfði sem trónir á toppnum eftir forkeppnina með 7,97.

Fyrsti keppnisdagurinn

Í dag hefjast hæfileikadómar kynbótahrossa klukkan 10:00 á 5. vetra hryssum. Því eru það Erlingur Erlingsson og Stakkavík frá Feti sem ríða fyrst í braut fyrir Íslands hönd á þessu móti.

Æft í rigningu

Íslenska landsliðið átti æfingatíma á keppnisvöllunum í dag og nýttu flestir knaparnir sér þann tíma. Menn riðu ýmist prógramm,  fet nokkra hringi eða teymdu hestana á hjóli eftir skeiðbrautinni. 

Fréttir frá Sviss

Allir knapar íslenska landsliðsins ásamt hestum eru mættir á mótsstað í Brunnadern. Flestir knaparnir fóru á hrossin sín í fyrsta skipti í dag og eru þeir ánægðir með hvernig hrossin koma undan flutningi.

Skrifstofa LH lokuð

Skrifstofa LH verður lokuð þriðjudaginn 4. ágúst til og með föstudagsins 7.ágúst vegna sumarleyfa. Kveðja starfsfólk LH

Ævintýraferð á Youth Camp

Dagana 17. – 24. júlí sl. fóru fimm íslenskir unglingar á Youth Camp sem haldin var á Winterhorse Farm, Eagle USA, hjá þeim sómahjónum Dan og Barbara Riva. Alls voru 31 þátttakandi frá 9 löndum FEIF.