08.08.2009
Jens Einarsson:
Stian Petersen og Tindur frá Varmalæk náðu sér á strik í B úrslitum í fimmgangi og stóðu uppi í lokin með farmiða
yfir í lokaslaginn. Íslenski keppandinn, Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelholf var ekki nógu öruggur með sig og hafnaði í níunda
sæti.
08.08.2009
Jens Einarsson:
Þórði Þorgeirssyni hefur verið vikið úr íslenska landsliðinu fyrir brot á reglum um notkun áfengis. Hann sat ekki Kjarna frá
Auðsholtshjáleigu í yfirliti stóðhesta í dag, en Sigurður V. Matthíasson tók hans stað. Einar Öder Magnússon,
liðstjóri, segir að þetta hafi verið þrautalending. Þórður hafi ekki virt reglur um áfengisbann. Þær séu skýrar.
07.08.2009
Jens Einarsson:
Fimm hestar hlupu undir 22,0 sekúndum í tveimur fyrri sprettum í 250 m skeiði á HM09. Sjö til viðbótar fóru undir 23 sekúndum. Sem sagt:
Tólf hestar undir 23 sekúndum á sömu kappreiðunum. Ótrúlegur árangur. Fjórir af fimm knöpum á fljótustu hestunum eru
Íslendingar.
07.08.2009
Jens Einarsson:
Úrslit í fjórgangi fóru að mestu eftir fyrirframgefinni uppskrift. Lena Trappe er í efsta sæti á Vaski frá Lindenhof með 7,80.
Ásta Bjarnadóttir heldur áfram að koma á óvart á Dynjanda frá Dalvík. Skaust í annað sætið eins og ekkert væri
með 7,60 í einkunn. Lucia Koch á Jarli frá Miðkrika er í því þriðja með 7,57.
06.08.2009
Jens Einarsson:
Valdimar Bergsstað heldur uppi heiðri íslendinga í gæðingaskeiðinu. Hann er sjöundi í röð allra keppenda með 7,38 í einkunn.
Heimsmeistari ungmenna í greininni og efstur íslensku knapanna. Frábær árngur. Sprettirnir voru báðir heilir og sá seinni betri. Alveg eins og
á að gera það. Teitur Árnason á Glaði frá Brattholti er í öðru sæti í ungmennaflokki og þrettándi í
röð allra keppenda.
06.08.2009
Jens Einarsson:
Enginn íslenskur kepppandi er í B úrslitum í tölti. Þó er líklegt að einhver dragi sig út úr úrslitunum. Til dæmis
Lena Trappe ef allt gengur upp í fjórgangi, þar sem hún þykir líkleg í toppbaráttuna. Þá er næstur inn Haukur Tryggvason
á Baltasar frá Freyelhof, sem fékk 6,80 í forkeppni og ellefta sætið. Og þarnæstur Þórarinn Eymundsson á Krafti með 6,73.
06.08.2009
Jens Einarsson:
Ekkert nema slys kemur í veg fyrir að Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla verði heimsmeistari í tölti á HM2009. Hann reið
glæsilegt prógram í forkeppninni í dag og fékk 8,43 í einkunn. Tindur frá Varmalæk og Kraftur frá Bringu hjá heimsmeisturunum Stian
Petersen og Þórarni Eymundssyni virðast hins vegar heillum horfnir og komust hvorugur í úrslit.
05.08.2009
Jens Einarsson:
Peyjarnir okkar stóðu sig vel í forkeppni í fimmgangi. Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum er í 18. sæti í röð og
þriðji í ungmennflokki á eftir hinni sænsku Söndru Jonsson á Ara frá Öllstorp, sem er önnur. Teitur Árnason á Glað
frá Brattholti er 19. í röð og í fjórða sæti. Efstur í ungmennaflokki er þjóðverjinn Jonas Hassel á Seifi frá
Birkenhof.
05.08.2009
Jens Einarsson:
Fimm sterkir keppendur munu keppa í B úrslitum í fimmgangi á HM09. Allir eiga möguleika. Einkunnir þeirra eru fremur jafnar. Haukur Tryggvason á Baltasar
frá Freyelhof er þó líklegastur til að vinna. Er í sjötta sætinu með dálítið forskot í einkunn. Hann hefur átt
góðu gengi að fagna á tímabilinu, varð meðal annars í öðru sæti á Þýska meistaramótinu á eftir Rúnu
Einarsdóttur.
05.08.2009
Jens Einarsson:
Ekki eru allar ferðir til fjár. Það máttu nokkrir knapar í fimmgangi á HM09 reyna í dag. Frægir knapar sem allir reiknuðu með í
toppbaráttuna voru óheppnir og komust ekki í úrslit. Þar á meðal heimsmeistarinn Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu, sem
freistaði þess að verja titilinn.