Úrslit úr slaktaumatölti og fljúgandi skeiði Meistaradeildarinnar

Síðasta keppnin í Meistaradeildinni fór fram í gærkvöldi, fimmtudaginn 7.apríl. Þá var keppt í slaktaumatölti og fljúgandi skeiði. Hér má sjá niðurstöður úr forkeppni og úrslitum.

Sigurður Sigurðarson sigurvegari Meistaradeildar

Sigurður Sigurðarson er sigurvegari Meistaradeildarinnar árið 2011. Hann stóð efstur með 58 stig en á hæla hans kom Sigurbjörn Bárðarson með 56,5 stig. Þeir voru báðir í liði Lýsis og unnu því liðakeppnina með 345,5 stigum en næst kom lið Árbakka/Norður-Götur með 312,5 stigum.

Folatollar til styrktar íslenska landsliðinu

Stóðhestaeigendur og velunnarar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum hafa gefið eftirfarandi folatolla til styrktar landsliðsins. Folatollana er hægt að kaupa af Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga, upplýsingar gefur Eysteinn Leifsson s: 896-5777.

Fræðslunámskeið um byggingardóma og sýningu hrossa

 Athugið breytta dagskrá. Fræðslunámskeiðið um byggingardóma og sýningu hrossa í byggingardómi verður aðeins laugardaginn 9. apríl. Ekki var næg þátttaka til að hafa það líka á sunnudaginn.

Framlengdur skráningarfrestur hjá Mána

Hægt verður að skrá í Opna Íþróttamót Mána sem fer fram 15-17 apríl fram yfir helgi. Tekið verður á móti skráningum á netfangið mani@mani.is.

Ungfolasýning HRSS

Frestur til skráningar á ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í Ölfushöllinni er framlengdur til fimmtudagskvölds. 

Nýdómara/landsdómarapróf / upprifjun gæðingadómara

Ákveðið hefur verið að halda nýdómara og landsdómaranámskeið í Gæðingadómum ef næg þáttaka fæst lágmark 14 manns þurfa að skrá sig á námskeiðið.

Kortasjá

Nýtt í kortasjánni er að krækja (linkur) er beint á reiðleiðir í Dölum og Rangárþingi ytra þ.e. heimasíður Glaðs og Geysis. Í kortasjánni eru Dala- og Rangárvallasýsla skyggðar, ef farið er með bendilinn á þær opnast gluggi, þaðan er greið leið á reiðleiðir sem þar eru.

Lokamót Meistaradeildarinnar

Í kvöld í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, fer fram Lokamót Meistaradeildarinnar þar sem keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Mótið hefst kl 19:00 á slaktaumatölti og að því loknu verður keppt í skeiði í gegnum höllina.

Kaffisopinn indæll er!

Kaffihúsið í reiðhöllinni er notalegur viðkomustaður í Víðidalnum. Félagsskapurinn er góður og þar fást léttar veitingar á góðu verði hjá henni Rebekku og svo er alltaf hægt að skjótast og horfa á fréttirnar í sjónvarpshorninu.