Yfirlýsing frá hagsmunasamtökum í hestamennsku

Fyrir nokkru voru settar fram hugmyndir á Alþingi um ad leyfa flutning á hundum til og frá Íslandi án þess að þeir þyrftu í einangrun en núverandi lög kveða á um einangrun til þess að fyrirbyggia smithættu á mjög alvarlegum sjúdómum hingað til lands.

Bréf frá dýralækni hrossasjúkdóma

Að undanförnu hafa borist fréttir frá Bandarikjunum um breytingu á veirunni sem veldur inflúensu hjá hestum, A./equine 2 (H3N8), þannig að hún sýkir nú líka hunda. Fyrst var sýnt fram að slík sýking hefði átt sér stað í hundum í janúar 2004 og nú er gert ráð fyrir að sýkingin sé orðin nokkuð útbreidd meðal hunda í Bandaríkjunum.

Vesturlandssýning í Faxaborg í Borgarnesi

VESTURLANDSSÝNING Í FAXABORG í Borgarnesi föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00. Verð 1.500 fyrir 16 ára og eldri. Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar.

Fáksfréttir

Með hækkandi sól fer viðburðadagatal hestamanna að þéttast og viljum við minna ykkur á nokkra spennandi viðburði í okkar félagi á næstunni.

Skráningarfrestur framlengdur til miðnættis

Vegna Sambandsleysi við gagnagrunn Bændasamtakanna í gærkvöldi og í morgun var skráningarfrestur framlengdur. Opið er fyrir skráningu til miðnættis 13.04 í Kvennatölt Gusts sem haldið verður laugardaginn 16. apríl nk.

15.apríl verður lesið úr félagatölum hestamannafélaganna - FELIX

Landssamband hestamannafélaga minnir hestamannafélögin á að þann 15.apríl nk. verður lesið úr félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, sem heitir FELIX, félagatal hvers hestamannafélags.

Loka skráningardagur í Kvennatölt Gusts

Opið er fyrir skráningu til miðnættis 12.04 í Kvennatölt Gusts sem haldið verður laugardaginn 16. apríl nk. Keppt verður að venju í fjórum flokkum, byrjendaflokki, minna vanar, meira vanar og í opnum flokki.

Úrslit frá Nýhestamóti Sörla

Nýhestamót Sörla var haldið mánudaginn 11 apríl í fínu veðri, skráning var góð og hestakostur góður. Úrslit voru eftirfarandi:

Líflandsmót Fáks

Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið á laugardaginn kemur, þann 16.apríl í Reiðhöllinni. Skráning á mótið er í kvöld, mánudaginn 11.apríl, milli kl. 18 og 20 í Reiöhöllinni en einnig er tekið við skráningum í símum 567 0100 og 567 2166, gegn greiðslu með kreditkorti, á sama tíma.

Landsbankamót Sörla

3. Landsbankamótið (þrígangur) og það síðasta í vetrarmótaröð Sörla verður haldið um helgina á Sörlastöðum. Mjög vinsælt og skemmtilegt mót og gaman að keppa og horfa á.