14.04.2011
Aðalfundur hestamannfélagsins Fáks verður haldinn fimmtudagskvöldið 14.apríl kl. 20:00 í félagsheimili félagsins. Á dagskrá
verða hefðbundin aðalfundarstörf og eru Fáksfélagar hvattir til að mæta.
14.04.2011
Sannkallað gæðingaúrval var til sýnis í þéttsetinni Ölfushöllinni á laugardaginn var þegar stóðhestaveisla
Hrossaræktar.is fór fram. Yfir 30 stóðhestar, allt frá ungum ósýndum efnisfolum til margverðlaunaðra kostagripa, komu fram og sýndu snilli
sína.
14.04.2011
Fyrir nokkru voru settar fram hugmyndir á Alþingi um ad leyfa flutning á hundum til og frá Íslandi án þess að þeir þyrftu í
einangrun en núverandi lög kveða á um einangrun til þess að fyrirbyggia smithættu á mjög alvarlegum sjúdómum hingað til lands.
14.04.2011
Að undanförnu hafa borist fréttir frá Bandarikjunum um breytingu á veirunni sem veldur inflúensu hjá hestum, A./equine 2 (H3N8), þannig að
hún sýkir nú líka hunda. Fyrst var sýnt fram að slík sýking hefði átt sér stað í hundum í janúar 2004
og nú er gert ráð fyrir að sýkingin sé orðin nokkuð útbreidd meðal hunda í Bandaríkjunum.
14.04.2011
VESTURLANDSSÝNING Í FAXABORG í Borgarnesi föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00. Verð 1.500 fyrir 16 ára og eldri. Fulltrúar hestamannafélaga
á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar.
14.04.2011
Með hækkandi sól fer viðburðadagatal hestamanna að þéttast og viljum við minna ykkur á nokkra spennandi viðburði í okkar
félagi á næstunni.
13.04.2011
Vegna Sambandsleysi við gagnagrunn Bændasamtakanna í gærkvöldi og í morgun var skráningarfrestur framlengdur. Opið er fyrir skráningu til
miðnættis 13.04 í Kvennatölt Gusts sem haldið verður laugardaginn 16. apríl nk.
12.04.2011
Landssamband hestamannafélaga minnir hestamannafélögin á að þann 15.apríl nk. verður lesið úr félagakerfi ÍSÍ og
UMFÍ, sem heitir FELIX, félagatal hvers hestamannafélags.
12.04.2011
Opið er fyrir skráningu til miðnættis 12.04 í Kvennatölt Gusts sem haldið verður laugardaginn 16. apríl nk. Keppt verður að venju í
fjórum flokkum, byrjendaflokki, minna vanar, meira vanar og í opnum flokki.
12.04.2011
Nýhestamót Sörla var haldið mánudaginn 11 apríl í fínu veðri, skráning var góð og hestakostur góður.
Úrslit voru eftirfarandi: