21.03.2011
Úrtakan fyrir Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ fór fram í gærkvöld, 20.mars. Um 30 hestar voru skráðir til leiks.
21.03.2011
Nú rétt í þessu var frábæru Stjörnutölti að ljúka í Skautahöllinni á Akureyri. Óhætt er að segja
að góðir hestar mættu til leiks og var stemmingin góð í húsinu.
21.03.2011
Síðastliðið föstudagskvöld var haldið hagyrðingakvöld í Rangárhöllinni og tókst það frábærlega í alla
staði. Þeir hagyrðingar sem mættu voru Pétur læknir, Jóhannes Gunnarsstöðum, Hjálmar Freysteinsson Akureyri og Björn Ingólfsson
Grenivík, stjórnandi kvöldsins var Magnús Halldórsson Hvolsvelli.
19.03.2011
Nú er stundin runnin upp, í dag kl 13:00 hefst stóðhestaveisla Rangárhallarinnar. Þannig að nú er um að gera að drífa sig á
stað og koma til að horfa á frábæran hestakost sem mun leika listir sínar á gólfi Rangárhallarinnar. Miðar seldir á staðnum og
er miðaverð aðeins 2500 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri. Hér er meðfylgjandi listi yfir þá hesta sem munu leika listir sínar í dag.
18.03.2011
Blaðamannafundur var haldin í dag í Íþróttamiðstöðinni Laugardal af Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga.
18.03.2011
Miðasala Landsmóts 2011, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26.júní til 3.júlí, er nú hafin. Miðasala fer fram
á heimasíðu Landsmóts, http://www.landsmot.is/.
18.03.2011
Úrtaka fyrir Ístöltið "Þeir allra sterkustu" fer fram á sunnudaginn kl.20:00 stundvíslega í Skautahöllinni í Reykjavík. Hér
fyrir neðan má sjá ráslistana:
18.03.2011
Á stóðhestaveislunni í Rangárhöllinni á Hellu laugardaginn 19.mars kl 13.00 verður frábært atriði frá
ræktunarbúi ársins 2010. Þar munu þau sýna frábær hross úr sinni ræktun, þar sem fjöldi og gæði eru mikil
á háttdæmdum stóðhestum og hryssum.
18.03.2011
Stjörnutölt 2011 verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri, laugardaginn 19. mars kl. 20:30. Munu Barbara og Dalur frá Háleggsstöðum verja
titil sinn frá því í fyrra?
18.03.2011
Nú er nýlokinni keppni í fimmgangi í KEA mótaröðinni. Á annan tug hesta mættu til leiks en eitthvað var um afskráningar vegna
frestunar á mótinu.