08.03.2011
Ráslistar á ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" sem fram fer næsta laugardag liggja nú fyrir. Afskráningar, breytingar eða
leiðréttingar skulu sendar á netfangið skjoni@simnet.is sem allra fyrst.
08.03.2011
Minnum á skráningu í dag (þriðjudag) á Opna GK Gluggamót Harðar í Harðarbóli frá kl 19-22 og í síma
566-8282.
Skráningargjald er 3.000 kr og keppt er í fjórgangi og fimmgangi.
08.03.2011
Forsala aðgöngumiða á sýninguna Orri í 25 ár verður mánudaginn 14. mars að Ingólfshvoli milli klukkan 18.00 og 21.00.
07.03.2011
Annað mótið í mótaröð UMFÍ og LH verður í Ölfushöllinni Ingólfshvoli föstudaginn 11. mars og hefst kl. 18:00. Keppt
verður í fimmgangi og gæðingafimi.
07.03.2011
Úrtaka fyrir Stjörnutöltið verður haldin miðvikudaginn 9. mars kl 21.15 í Skautahöllinni. Úrtakan fer þannig fram að riðið er
Ís-töltprógramm, þ.e. einn hringur hægt tölt, einn hringur með hraðamun á langhliðum og einn hringur fegurðartölt.
07.03.2011
Folaldasýning Sörla var haldin að Sörlastöðum í dag, 5.mars. 41 folald var skráð til leiks og dómarar voru Svanhildur Hall og Magnús
Lárusson.
07.03.2011
Senn líður að fjórða móti Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í fimmgangi. Mótið fer
fram í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, næst komandi fimmtudag klukkan 19:30.
04.03.2011
Folaldasýning Sörla verður haldin að Sörlastöðum á morgun, laugardaginn 5.mars og hefst hún kl.13.00. Frítt er inn á sýninguna og
kaffisala gegn vægu verði.
39 folöld eru skráð til leiks og dómarar eru Magnús Lárusson og Svanhildur Hall.
Dagskrá:
Fyrra holl (folald 1-20)
Hlé og uppboð
Seinna holl (folald 21-39)
Verðlaunaafhending
04.03.2011
Nú eru væntanlega allir að setja sig í gírinn fyrir Kvennakvöldið annað kvöld. Stelpurnar í Kvennadeildinni hafa lagt blóð, svita og
tár í að allt megi sem best til takast, enda verður enginn svikinn af því að mæta á Kvennakvöld í Fáki.
04.03.2011
Fyrirhugað er reiðnámskeið með Ásdísi Helgu Sigursteinsdóttur reiðkennara. Ásdís Helga er menntaður reiðkennari frá
Hólaskóla ásamt því að hafa náð góðum árangri bæði sem kynbóta- og keppnisknapi, heimasíða
Ásdísar Helgu er http://asdishelga.123.is/home/