Vetrarmót Loga og Trausta

Þá eru vetrarmót Loga og Trausta að hefjast en fyrsta mótið er í Hrísholti laugardaginn 19. febrúar kl:14.00, annað mótið er 19. mars og þriðja og seinasta 16. apríl.

Meistaradeild UMFÍ og LH 18.feb.

Meistaradeild UMFÍ og LH verður haldin föstudaginn 18.febrúar í reiðhöllinni í Víðidal. Mótið hefst kl.18:00 með forkeppni í fjórgangi.

Upprifjunarnámskeið HÍDÍ 20.feb - skráning

Við viljum minna dómara á að tilkynna um þátttöku fyrir föstudaginn 18.feb á netfangið pjetur@pon.is. Námskeiðið hefst stundvíslega kl.10:00 á sunnudaginn í Ölfushöllinni.

Stórknapar að norðan!

Stórknaparnir Ísólfur Líndal, Mette Manseth og Þórarinn Eymundsson verða með sýnikennslu á Afmælishátíð F.T. í reiðhöllinni í Víðidal 19.febrúar. 

Torfgarður í Skagafirði

Torfgarður í Skagafirði er til leigu í sumar á tímabilinu 20.júní – 25.ágúst. Í Torfgarði er aðstaða fyrir 10-15 manns í svefnpokapláss á dýnum, snyrting með sturtu og eldhúsaðstaða. 

Bleika töltmótið 20.febrúar

Bleika töltmótið verður haldið þann 20. febrúar kl:14:00 í Reiðhöllinni í Víðidal. Minni á skráningu 16. febrúar á netfang ddan@internet.is og 893-3559 Drífa og 660-1750 Laufey  frá kl: 18:00 – 21:00.

Opið þrígangsmót Andvara

Laugardaginn 19. febrúar kl. 17:00 verður opið þrígangsmót Lýsis í reiðhöllinni í Andvara.

Úrslit í Uppsveitadeild æskunnar í smala

Fyrsta mótið í Uppsveitadeild æskunnar fór fram í reiðhöllinni á Flúðum laugardaginn 12. febrúar. Krakkarnir og unglingarnir kepptu í smala og stóðu sig rosalega vel.

Frá Kynbóta- og Fræðslunefnd Sörla

Ágúst Sigurðsson hrossaræktandi í Kirkjubæ og fyrrverandi landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í hrossarækt heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Ræktun í Kirkjubæ“ á fræðslukvöldi Sörla, Sörlastöðum miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20:00.

Sörli leiðir eftir fyrsta Bikarmót hestamannafélaganna

Stigin eftir þríganginn standa svona: Sörli  25 stig Hörður 19 stig Máni 13 stig Fákur 11 stig Andvari 4 stig Gustur 3 stig