11.02.2011
Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta fyrsta móti Meistaradeildar UMFÍ og LH sem vera
átti í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 12.febrúar. Verður mótið því haldið föstudaginn 18.febrúar n.k.
í staðinn og keppt í fjórgangi og T2 eins og til stóð.
11.02.2011
Uppsveitadeild æskunnar verður haldin núna í fyrsta skipti í reiðhöllinni að Flúðum.
11.02.2011
Fyrsta mót Uppsveitadeildarinnar verður föstudagskvöldið 11. mars kl:20:00 í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppt verður í smala
og eru sjö lið skráð til leiks.
11.02.2011
Upprifjunarnámskeið GDLH verður haldið laugardaginn 12.mars í Háskólabíó kl 9:30 – 14:30
11.02.2011
Undirbúningur fyrir ístöltið „Svellkaldar konur“ er nú kominn á fullt en mótið verður haldið þann 12.mars í
Skautahöllinni í Reykjavík. Að mörgu er að hyggja og að undirbúningnum starfar hópur öflugra kvenna í
sjálfboðavinnu.
11.02.2011
Bikarkeppni hestamannafélaganna hefst í kvöld, föstudaginn 11.febrúar kl.20 og fer fram í reiðhöllinni í Mosfellsbæ. Keppt verður
í þrígangi, annarsvegar: tölt, brokk og stökk og hinsvegar: tölt, brokk og skeið.
10.02.2011
Fyrra upprifjunarnámskeið hestaíþróttadómara verður haldið 20.febrúar n.k. í Ölfushöllinni og
hefst það stundvíslega kl.10:00.
10.02.2011
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest á Ísmóti Hrings til föstudagsins 11.febrúar kl 12:00
10.02.2011
Framlengdur hefur verið skráningarfrestur á fyrsta mót meistaradeildar UMFÍ og LH. Hægt er að skrá sig til leiks á netfanginu: torri@thvottur.is þar til kl. 23:00 í kvöld, fimmtudaginn 10.febrúar.
10.02.2011
Ráslistar Sparisjóð-liðakeppninnar eru komnir og má sjá hér að neðan. Nýtt fjöldamet hefur litið dagsins ljós í
liðakeppninni en alls eru 110 hross skráð til leiks. Það má því búast við spennandi og skemmtilegri keppni.