16.07.2012
Íslandsmót yngri flokka 2012 verður haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 26. - 29. júlí 2012. Mótið er öllum opið sem eru 21 árs og yngri.
14.07.2012
Dagurinn byrjar rosalega vel hjá okkur fyrir utan veðrið en það er rigning og kalt.
Fyrst á dagsskránni var B úrslit í fimmgangi og var Þórunn Þöll okkar fulltrúi þar. Hún stóð sig eins og hetja og endaði í 7 sæti eftir flotta sýningu.
13.07.2012
Jæja þá er þessi taugastrekkjandi dagur liðinn með öllum þeim sigrum og sorgum sem fylgja því að vera í keppni. Krakkarnir okkar stóðu sig eins og hetjur, öll sem eitt.
12.07.2012
Jæja þá er komið að smá uppfærslu, í gær miðvikudag fengu flestir hestarnir frí og krakkarnir fóru í sund og í klifurgarðinn. Öllum fannst þetta mjög gaman og margir töluðu um að þau hefði sjaldan eða aldrei verið jafn hrædd og í klifurgarðinum. Harpa, Súsanna, Þóra og Katrín lögðu aðeins á og yfirfóru prógrömmin sín og Dóróthea teymdi orkusprengjuna sína um og gerði stöðvunaræfingar með henni.
11.07.2012
Landsliðsnefnd LH þakkar gestum Landsmóts fyrir frábæran stuðning við landslið Íslands með kaupum á miðum í Landsliðshappdrættinu. Liðinu munar svo sannarlega um þennan flotta styrk, enda mjög kostnaðarsamt að senda fullskipað og glæsilegt landslið manna og hesta út á stórmót.
10.07.2012
Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram dagana 2. 5. ágúst n.k. Svíarnir munu sýna beint á netinu frá keppninni síðustu tvo daga mótsins, þ.e. 4. 5. ágúst, á vefsíðunni www.nc2012.se.
09.07.2012
Hér koma loksins fréttir frá FEIF Youth Cup í Verden, Þýskalandi.
06.07.2012
Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram dagana 1. 5. ágúst í Eskilstuna í Svíþjóð. Landslið Íslands er í mótun en fjöldi knapa hefur sótt um að komast í liðið og verður tilkynnt hverjir það verða þann 16. júlí næstkomandi kl. 16:00.
06.07.2012
Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 18. 22. júlí. Það hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. Upplýsingar verða kynntar á www.horse.is/im2012
06.07.2012
Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 19. - 22. júlí næstkomandi. Þann 1. mars sendi keppnisnefnd LH frá sér þau lágmörk sem gilda inn á mótið.