21.03.2014
Bikarmót LH verður haldið dagana 23. og 24.apríl 2014 í Spretti og Fáki.
20.03.2014
Enn magnast spennan í KEA mótaröðinni þegar síðasta kvöldið nálgast. Mótanefnd og fulltrúar liða liggja nú yfir hönnun og smíði þrautabrautar fyrir smalann. Stefnt er á að brautin verði tilbúin stuttu fyrir mót svo liðin geti æft sig. Það er kjörið fyrir þá sem ekki eru þátttakendur í mótinu að reyna að komast aðeins að og prófa að fara brautina. Höllin verður opin eins og áður fyrir mótið.
20.03.2014
Hér má sjá niðurstöður KEA mótaraðarinnar þar sem keppt var í tölti.
20.03.2014
Úrtökumót fyrir Ístölt þeirra allra sterkustu, fer fram á laugardaginn kemur, þann 22. mars 2014 í Skautahöllinni í Laugardal. Keppnin hefst kl. 18:30.
19.03.2014
Opnunaratriði Hestadaga í Reykjavík 3.apríl 2014 - Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð.
18.03.2014
Úrtaka fyrir Ístölt þeirra allra sterkustu fer fram á laugardaginn kemur og hefjast leikar kl. 18:30. Vegna forfalla eru nokkur pláss laus fyrir þá sem vilja spreyta sig á Skautasvellinu í Laugardal. Skráning fer fram hér: http://skraning.sportfengur.com/ og greiða þarf með korti um leið og skráning fer fram.
18.03.2014
Sprettskórinn heldur hina árlegu kórskemmtun og ball laugardaginn 22. mars 2014 í félagsheimili reiðhallar Spretts. Á söngskránni verða gamlar perlur í bland við nýjar, einsöngslög og dúettar. Grundartangakórinn verður gestakór á kórskemmtuninni.
17.03.2014
Úrslit frá bikarmóti Harðar.
14.03.2014
Ístölt þeirra allra sterkustu verður haldið laugardagskvöldið 5. apríl n.k. í Skautahöllinni í Laugardal. Það verður spennandi að sjá glæsitöltara og vígalega stóðhesta sýna þar listir sínar á ísnum. Heyrst hefur að mótið í ár verði eitt það sterkasta í áraraðir og öllu tjaldað til, enda Ístöltið 10 ára í ár!
13.03.2014
Vegna veðurs hefur töltinu í KEA mótaröðinni sem vera átti í kvöld, fimmtudagskvöld, verið frestað. Áætlað er að halda mótið þriðjudaginn 18.mars í staðinn.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi: