Stjörnutölt Léttis

Stjörnutölt Léttis verður haldið í Skautahöllinni Akureyri laugardaginn 15. mars Húsið opnað kl. 19:30, keppni hefst kl. 20:00 Miðasala í Líflandi og Fákasporti og við innganginn

Svellkaldar stóðu undir nafni

Þær voru sannarlega glæsilegar og svellkaldar konurnar sem mættu á Skautasvellið í Laugardalnum í kvöld. Keppnin gekk vel í alla staði og engin óhöpp urðu á ísnum. Konurnar voru hver annarri glæsilegri og allar voru þær gríðarlega vel ríðandi.

Svellkaldar konur - uppfærður ráslisti

Ísmótið glæsilega, "Svellkaldar konur", verður haldið á laugardaginn kemur í Skautahöllinni í Laugardal og var kvótinn 100 skráningar fljótt uppurinn. Hér má skoða ráslista mótsins og brýna skal fyrir keppendum að fara vel yfir skráningar sínar og gera athugasemdir ef þarf, því skráningar eru alltaf á ábyrgð knapa.

Ískappleikar Léttis - frestun

FRESTAÐ! því miður þurfum við enn á ný að fresta mótinu um viku. Við erum alls ekki hætt við og bíðum bara eftir góðu veðri. Ískappleikar Léttis verða haldnir Laugardaginn 8. mars á Leirutjörninni í hjarta bæjarins okkar. Hryssu og stóðhestasýningar. Allir velkomnir.

KEA mótaröðin 5g - uppfærður ráslisti

Komið er að keppni í fimmgangi í KEA mótaröðinni í Léttishöllinni á fimmtudagskvöldið kemur og hefst keppnin kl. 18 en knapafundur kl. 17.

FEIF Youth Cup - opið fyrir umsóknir

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014 er upplýsingasíða mótsins.

Breytingar á landsliðsnefnd

Nokkrar breytingar urðu á landsliðsnefnd sambandsins nú fyrir skemmstu en eftir margra ára/áratuga farsælt starf í nefndinni létu þeir af störfum Bjarnleifur Bjarnleifsson og Sigurður Sæmundsson. Bjarnleifur starfaði sem formaður síðustu árin og óhætt að segja að vinnuframlag þessara manna sé algjörlega ómetanlegt í því félagslega umhverfi sem við störfum í.

Skráning á Svellkaldar hefst 27. febrúar

Svellkaldar konur verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 8. mars n.k. Mótið hefur skipað sér sess sem glæsilegt ístöltmót kvenna og jafnan mikil stemning fyrir mótinu. Keppt verður að venju í þremur styrkleikaflokkum en einungis 100 pláss eru í boði og hafa þau fyllst mjög fljótt eftir að skráning hefst. Hver knapi má einungis skrá einn hest til þátttöku.

Aðalfundur Fáks 5. mars

Aðalfundur Fáks verður haldinn miðvikudagskvöldið 5. mars n.k. í félagsheimili Fáks og hefst hann kl. 20:00. Venjubundin aðalfundarstörf og önnur mál eru á dagskrá og eru Fáksmenn hvattir til mæta.

Bikarmót Harðar á laugardag - fjórgangur

Bikarmót Harðar-fjórgangur verður haldið 28.febrúar næstkomandi. Mótið er öllum opið! Bikarmót Harðar er liður í LH-móti. Efstu knapar vinna sér rétt til að keppa fyrir hönd Harðar í lokakeppni sem haldin verður 3-4. apríl. Knapi er ekki skyldugur til að koma með sama hest í lokakeppnina.