06.04.2017
Lokamót Meistaradeildar æskunnar og Líflands verður í Reiðhöllinni í Víðidal í kvöld kl. 18. Það er EQUASANA töltið sem er lokahnykkur mótaraðarinnar að þessu sinni.
06.04.2017
Landsliðsnefnd LH heldur á hverju ári glæsilegt mót til fjáröflunar fyrir íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem í ár heldur á HM í Hollandi í ágústmánuði.
05.04.2017
Komið er að EQUASANA töltinu og keppt verður í T1 í Reiðhöllinni í Víðidal fimmtudagskvöldið 6.apríl kl. 18:00. Mikil stemning er í keppendum enda munu úrslitin í einstaklings- og liðakeppninni ráðast það kvöld.
05.04.2017
Vegna veikinda er skrifstofa LH lokuð í dag miðvikudaginn 5.apríl. Við bendum á netfangið lh@lhhestar með erindi sem berast þurfa LH.
04.04.2017
Síðasta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum verður haldið 7. apríl í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Keppt verður í tölti og skeiði í gegnum höllina en keppnin hefst kl. 19:00.
03.04.2017
Uppsveitadeildinni 2017 lauk með mikilli sýningu frábærra tölt- og skeiðhrossa í Reiðhöllinni á Flúðum, föstudagskvöldið 31. mars 2017.
03.04.2017
Keppnistímabilið í hestamennskunni er alltaf að lengjast með tilkomu hinna ýmsu innanhúsdeilda, sem er mjög jákvætt fyrir íþróttina. Þegar keppnistímabilið er í fullum gangi er spennandi að fylgjast með knöpum undirbúa sig í höllum og á völlum hestamannafélagana.
31.03.2017
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
30.03.2017
Á laugardaginn fer skeiðmót Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum fram. Mótið verður haldið á Brávöllum á Selfossi en Skeiðfélagið mun sjá um framkvæmd mótsins. Keppt verður í 150m. skeiði og gæðingaskeiði.
30.03.2017
Uppsveitadeildinni fer nú senn að ljúka þetta árið. Síðasta keppnin fer fram föstudaginn 31. mars í Reiðhöllinni á Flúðum og hefst með kynningu á keppnisliðum kl. 19:45. Forkeppni í tölti hefst svo kl. 20:00.