18.04.2017
Skrifstofa LH verður lokuð dagana 19. - 21. apríl 2017. Opnað verður aftur mánudaginn 24. apríl kl. 9:00. Vegna áríðandi mála skal hafa samband við formann sambandsins.
18.04.2017
Helgin 21.-22. apríl verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. Á föstudag kl. 14:00 verður Hulda Gústafs með sýnikennslu, frítt inn. Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör, kl. 20:00 og kostar 3.000 kr.
18.04.2017
Föstudaginn 14.apríl var lokakeppniskvöld KEA mótaraðarinnar í Léttishöllinni þetta árið. Keppt var í tveimur greinum Tölti T2 og flugskeiði.
15.04.2017
Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum voru "allra sterkasta" parið í töltkeppni kvöldsins. Þau báru sigur úr býtum með 8,61 í einkunn. Annar var Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey með 8,33.
15.04.2017
Það er komið að Þeim allra sterkustu í Samskipahöllinni. Húsið opnar kl. 18 í kvöld laugardaginn 15.apríl og forkeppni í tölti hefst kl. 20:00. Áætlað er að flugskeiðið verði um það bil kl. 21:45.
14.04.2017
Sterkustu töltarar landsins munu dansa um gólfið í Samskipahöllinni á laugardagskvöldið kemur, þegar Þeir allra sterkustu fer fram. Bergur og Katla Gummi Björgvins og Straumur Jakob Svavar og Júlía Elin Holst og Frami Siguroddur og Steggur Ævar Örn og Vökull!
12.04.2017
Líflandsmót Hestamannafélagsins Léttis verður haldið í Léttishöllinni 15. apríl.
12.04.2017
Um sjötíu folatollar undir glæsilega stóðhesta eru komnir í pottinn á Þeir allra sterkustu í Samskipahöllinni um helgina. Hver folatollur kostar aðeins kr. 30.000 og dregur kaupandinn sér umslag og fær þá að vita undir hvaða stólpagrip hann hefur hlotið folatoll á ótrúlegu verði!
11.04.2017
Stóðhestapotturinn á Allra sterkustu er fullur af fyrstu verðlauna hestum. Eigendur þeirra sýna stuðning sinn við íslenska landsliðið í verki og hafa gefið toll undir þessa glæsihesta.
07.04.2017
Þá eru ráslistarnir fyrir tölt og flugskeið tilbúnir en keppt verður í þessum tveimur greinum á morgun í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Keppni hefst á slaginu 19:00 með forkeppni í tölti en það er Konráð Valur Sveinsson sem ríður á vaðið.