07.06.2017
Eftir frábæran dag í Spretti er fyrri umferð í Úrtöku fyrir HM 2017 nú lokið. Dagurinn hefur gengið mjög vel, flottar sýningar, fallegir hestar og flottir knapar.
06.06.2017
Stjórn Landsmóts 2018 ehf. hefur ráðið Þórdísi Önnu Gylfadóttur sem mótsstjóra Landsmóts hestamanna sem fram fer í Reykjavík 1.-8. júlí 2018.
04.06.2017
Spennan magnast því á miðvikudaginn 7 júni hefst úrtaka fyrir HM 2017. Úrtakan verður haldin á mótasvæði Spretts, Samskipavellinum, í Kópavogi og Garðabæ.
01.06.2017
Athugið, að eftir endurskoðun hefur verið ákveðið að flokkar sem riðnir eru í úrtöku verða opnir öllum. Aðrir flokkar á Íþróttamóti Spretts verða lokaðir.
01.06.2017
Úrval Útsýn er samstarfsaðili LH og kemur áhugasömum ferðalöngum á HM í Hollandi í sumar. Uppselt er í aðra vikuferðina en eitthvað er laust í hina vikuferðina og helgarferðina.
29.05.2017
Skráning hófst 29. maí fyrir íþróttamót Spretts (WR) og úrtöku fyrir HM sem haldið verður 7.-11. júni n.k. á félagssvæði Spretts.
22.05.2017
Já það er ótrúlegt! En satt. Við eigum nokkra folatolla undir 1. verðlauna stóðhesta. Tombóluverð fyrir vonarstjörnu framtíðarinnar.
22.05.2017
Gæðingamót Fáks fer fram í Víðidalnum dagana 26. 28. maí. Mótið er opin gæðingakeppni í opnum flokkum, áhugamannaflokkum og yngri flokkum.
19.05.2017
Gæðingamót Fáks fer fram í Víðidalnum dagana 26. 28. maí. Mótið er opin gæðingakeppni í opnum flokkum, áhugamannaflokkum og yngri flokkum. Að auki verður boðið upp á tölt og skeið.
15.05.2017
Nú er frábæru Vormóti lokið hér á Akureyri. Veðrið var bara nokkuð gott miðað við spá. Keppnirnar voru spennandi og skemmtilegar. Knaparnir sýndu fallegar og fagmannlegar sýningar.