20.11.2020
Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.
15.11.2020
Stjórn LH fer með æðsta vald í málefnum sambandsins milli þinga. Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil er til tveggja ára.
11.11.2020
Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn framboðum til formanns og stjórnar LH er til föstudags 13. nóvember. Senda skal framboð til formanns kjörnefndar á vodlarhestar@gmail.com.
02.11.2020
Valnefnd óskar eftir upplýsingum frá ræktunarbúum sem hafa átt glæstan keppnisárangur hesta frá sínu búi á árinu 2020
01.11.2020
Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili.
30.10.2020
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari hefur gert breytingar á A-landsliðshópi LH, inn í hópinn koma þrír nýir knapar, þau Daníel Gunnarsson, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Snorri Dal.
30.10.2020
Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari hefur gert breytingar á U21-landsliðshópi LH, inn í hópinn koma sjö nýir knapar, það eru: Hekla Rán Hannesdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir, Kristján Árni Birgisson, Signý Sól Snorradóttir, Sigrún Högna Tómasdóttir, Sigurður Baldur Ríkharðsson og Svanhildur Guðbrandsdóttir.
28.10.2020
Frestur til að leggja fram málefni til umræðu er 30. október Tekið skal fram að þau framboð og þær tillögur sem bárust áður en þingið var fært eru í fullu gildi.
19.10.2020
Myndbönd af þeim 170 kynbótahrossum sem hefðu átt rétt til þátttöku í kynbótasýningu á Landsmóti 2020 eru komin inn á WorldFeng.
19.10.2020
Félagshesthús hestamannafélaga eru ætlað börnum og unglingum sem að eru að stíga sín fyrstu skref í hestaíþróttum. Þar kynnast börn og unglingar almennri reiðmennsku, daglegum störfum í kringum hesta og fleira sem tilheyrir hestamennsku. Þekking og færni sem fæst með þátttöku barna og unglinga í félagshesthúsum er margþætt; þau læra ábyrgð, umgengni og umönnun, kynnast leiðtogahlutverki, fá útiveru og hreyfingu og læra að mynda tengsl við aðra einstaklinga og dýr.