08.02.2021
Nýlega bættist hestamannafélagið Hörður í hóp þeirra sem hafa keypt aðgang að myndefninu á WorldFeng.
04.02.2021
Laugardaginn 6. febrúar kl. 11:00 verður opin kynning á reglunum um gæðingafimi LH og haldið prufumót í kjölfarið.
29.01.2021
LH sendi fyrirspurn til sóttvarnaryfirvalda um hvort heimilt væri að leyfa áhorfendur í einkabílum á vetrarmótum í hestaíþróttum utanhúss. Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að því gefnu að á staðnum sé sóttvarnarfulltrúi sem tryggir að ekki verði hópamyndun fyrir utan bíla og engin veitingasala á staðnum.
26.01.2021
Landssamband hestamannafélaga leggst gegn samþykkt fumvarps um Hálendisþjóðgar í umsögn sinni til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
25.01.2021
Íslandsmót barna og unglinga verður haldið á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði dagana 15.-18. júlí 2021.
23.01.2021
Þann 10. desember 2020 úrskurðaði Aganefnd LH að fella skyldi út allan árangur á Metamóti Spretts sem haldið var dagana 4. til 6. september 2020 úr Sportfeng. Var það gert í ljósi þess að mótsskýrsla sem lá fyrir af Metamóti var að mati Agenefndar ekki í lögmætu formi og beinlínis röng og nýrri leiðréttri skýrslu hafi ekki verið skilað inn þrátt fyrir áskorun þar um. Mótið hefði því ekki talist löglegt og allur árangur á því felldur út.
13.01.2021
Í nýjum sóttvarnarreglum eru æfingar og keppni heimilar með ákveðnum takmörkunum og eru mótshaldarar beðnir um að kynna sér reglurnar vandlega.
06.01.2021
LH og RML hafa skrifað undir samning við NIHF Íslandshestasamband Noregs og SIF Íslandshestasamband Svíþjóðar um notkun á SportFeng til næstu fimm ára.