06.08.2022
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu eru Íslandsmeistarar í Tölti T1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Herdís og Kvarði hlutu 7,56 í einkunn í a-úrslitum og sigurðu örugglega.
06.08.2022
Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergsstöðum eru Íslandsmeistarar í Tölti T3 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Hjördís Halla og Flipi hlutu 6,78 í a-úrslitum.
06.08.2022
Matthías Sigurðsson og Dýri frá Hrafnkelsstöðum eru Íslandsmeistarar í slaktaumatölti T4 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Matthías og Dýri hlutu 7,62 í feiknasterkum A-úrslitum.
06.08.2022
Apríl Björk og Bruni frá Varmá eru Íslandsmeistarar í slaktaumatölti T4 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Apríl Björk og Bruni hlutu 6,20 í einkunn í úrslitum.
06.08.2022
Ragnar Snær Viðarsson og Dalvar frá Dalbæ II eru Íslandsmeistarar í fimmgang F2 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Ragnar og Dalvar hlutu einkunnina 6,88 í feiknasterkum fimmgangsúrslitum.
06.08.2022
Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Þytur frá Skáney sigruðu í fórgangi V2 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Kristín og Þytur hlutu 6,77 í einkunn í úrslitum.
06.08.2022
Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Stóru-Gröf ytri sigruðu í 100m flugskeiði í unglingaflokki á glæsilegum tíma, 7,83 sek.
06.08.2022
Þórgunnur Þórarinsdóttir og Hnjúkur frá Saurbæ sigruðu fjórgang V1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Þau hlutu einkunnina 7,10 í úrslitum.
Kaupfélag Borgfirðinga styrkti þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Spretti. Til hamingju Þórgunnur!
05.08.2022
Norðurlandamótið 2022 er handan við hornið og að þessu sinni fer það fram á Álandseyjum (Åland) á milli Finnlands og Svíþjóðar. Álandseyjar eru skerjagarður sem telur um 6500 eyjar á milli þessara tveggja landa. Mótið fer fram á brokkkappreiðabraut sem kallast „travet mitt i havet“ („brokkið úti á hafi“) og liggur á meginlandi eyjanna rétt við Mariehamn.
05.08.2022
Matthías Sigurðsson og Tign frá Fornusöndum báru sigur úr býtum í gæðingaskeiði í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Matthías og Tign áttu glæsilega spretti sem skiluðu þeim 7,08 í einkunn.