Bók Ingimars tilnefnd til viðurkenningar

Bók Ingimars Sveinssonar, Hestafræði, er tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis 2010.

Reiðnámskeið hjá Sleipni

Þriðjudaginn 1. febrúar hófust reiðnámskeið æskulýðsnefndar Sleipnis í nýju reiðhöllinni og voru það yngstu iðkendurnir sem fengu þann heiður að vígja höllina í sínum fyrsta reiðtíma í ár.

Meistaradeild LH og UMFÍ

Fer aftur af stað en með breyttu sniði þar sem ekki verður um liðakeppni að ræða heldur einstaklingskeppni. Aldurstakmark keppanda er 14-21 árs.

Styrktarmót hjá Létti

Léttir heldur styrktarmót fyrir Jón Björn Arason og fjölskyldu, laugardaginn 05. febrúar kl. 18:30. Keppt verður í Firmakeppnisstíl í flokki, barna – unglinga – minna vanir – meira vanir.

Áskorun frá HÍDÍ

Aðalfundur Hestaíþróttadómarafélags Íslands fór fram í gærkvöldi. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá og var Gylfi Geirsson endurkjörinn formaður félagsins.

Fáksfréttir

Fákur óskar eftir því að ráða starfskraft á kaffihús sem verður starfrækt í Reiðhöllinni.

Námskeið með Dr.Gerd Heuschmann

Sænsku Íslandshestasamtökin bjóða hestafræðingum, tamningamönnum og reiðkennurum á 1.-3. stigi Matrixunnar til námskeiðs með Dr.Gerd Heuschmann.

Sýnikennslukvöld 2. febrúar

Reiðhöllin Svaðastaðir á Sauðárkróki kynnir, í samvinnu við Hestamannafélagið Léttfeta og FT, sýnikennslu með Þórarni Eymundssyni tamningameistara.

Tilkynning frá Hestaíþróttadómarafélagi Íslands (HÍDÍ)

Aðalfundur HÍDÍ verður mánudaginn 31.janúar 2011 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Fundurinn hefst stundvíslega  kl 20.00.

Sýnikennsla FT og Þyts

Reiðkennararnir Ísólfur Líndal og Guðmar Þór ásamt reiðkennaraefninu James Faulkner verða með sýnikennslu í reiðhöllinni á Hvammstanga fimmtudaginn 27.janúar  kl. 20:30 í samstarfi við Félag tamningamanna.