Hólahelgi Hæfileikamótunar LH

Helgina 25.-27. nóvember síðastliðinn lagði Hæfileikamótun LH af stað frá reiðhöllinni í Víðidal og var förinni heitið að Hólum í Hjaltadal. Með í för voru 30 krakkar ásamt yfirþjálfaranum Sigvalda Lárusi Guðmundssyni og aðstoðarþjálfaranum Carolin Annette Böse.

Leiðin að gullinu - takk fyrir okkur

Menntadagur landsliðs Íslands í hestaíþróttum var haldinn í TM - reiðhöllinni um liðna helgi og var þetta liður í fjáröflun landsliðs-og afreksnefndar fyrir heimsleika íslenska hestsins sem haldnir verða í Hollandi í ágúst 2023.

Bílaumboðið Askja styrkir íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Bílaumboðið Askja er komið í hóp aðalstyrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH, Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og Sigríður Rakel Ólafsdóttir markaðsstjóri Öskju undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára.

HM ÍSLENSKA HESTSINS 7.-13. ÁGÚST Í OIRSCHOT (EINDHOVEN)

Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2023 verður haldið í Eindhoven í Hollandi. Vita Sport býður upp á ferðir á mótið í samstarfi við Landssamband hestamannafélga. Flogið verður til Amsterdam og Brussel og ekið þaðan til Eindhoven þar sem farþegar Vita gista á góðum hótelum.

Leiðin að gullinu

Tvær fagkonur í greininnni þær Ragnhildur Haraldsdóttir og Jóhanna Margrét Snorradóttir fjalla um þjálfun fjórgangshestins, uppbygging og undirbúningur fyrir sýningu í fjórgangi á hæsta afreksstigi íþróttarinnar.

Leiðin að gullinu- hvað gera æfingarnar?

Meðal atriða er sýnikennsla tveggja turna í Íslandshestamennskunni þegar þeir Árni Björn Pálsson og Teitur Árnason leiða saman hesta sína.

Sigvaldi Lárus er reiðkennari ársins 2022

Við óskum Sigvalda til hamingju!

Leiðin að gullinu

Sara Sigurbjörnsdóttir og Eyrún Ýr Pálsdóttir ætla að leiða áhorfendur í gegnum þjálfun og uppbyggingu fimmgangshestsins.

Leiðin að gullinu- dagskrá

Það verður frábær dagskrá á menntadegi landsliðslins á laugardaginn þegar landsliðsknapar okkar halda sýnikennslur með með mismunandi þema og áherslum yfir daginn. Fræðsla og fróðleikur fyrir alla áhugasama hestamenn, á öllum stigum hestamennskunnar verður í boði þar sem landsliðsknaparnir veita innsýn í undirbúning sinn og þjálfun í aðdraganda HM í sumar.

Leiðin að gullinu - þjálfun reið- og keppnishesta

Benjamín Sandur og Gummi Björgvins ríkjandi heimsmeistarar í skeiðgreinum fara yfir þjálfun og uppbyggingu í upphafi vetrar. Þeir félagar ætla að fjalla um upphaf vetrarþjálfunar reið- og keppnishesta, hvernig best er að haga þjálfun af stað inn í nýtt tímabil almennt og miða það við almenna þjálfun sem passar breiðum hópi hesta og reiðmanna. Hver eru mikilvægustu grunnatriðin? Hvað ber að hafa í huga í upphafi vetrarþjálfunar?