15.12.2022
Helgina 25.-27. nóvember síðastliðinn lagði Hæfileikamótun LH af stað frá reiðhöllinni í Víðidal og var förinni heitið að Hólum í Hjaltadal. Með í för voru 30 krakkar ásamt yfirþjálfaranum Sigvalda Lárusi Guðmundssyni og aðstoðarþjálfaranum Carolin Annette Böse.
12.12.2022
Menntadagur landsliðs Íslands í hestaíþróttum var haldinn í TM - reiðhöllinni um liðna helgi og var þetta liður í fjáröflun landsliðs-og afreksnefndar fyrir heimsleika íslenska hestsins sem haldnir verða í Hollandi í ágúst 2023.
12.12.2022
Bílaumboðið Askja er komið í hóp aðalstyrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH, Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og Sigríður Rakel Ólafsdóttir markaðsstjóri Öskju undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára.
09.12.2022
Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2023 verður haldið í Eindhoven í Hollandi. Vita Sport býður upp á ferðir á mótið í samstarfi við Landssamband hestamannafélga.
Flogið verður til Amsterdam og Brussel og ekið þaðan til Eindhoven þar sem farþegar Vita gista á góðum hótelum.
08.12.2022
Tvær fagkonur í greininnni þær Ragnhildur Haraldsdóttir og Jóhanna Margrét Snorradóttir fjalla um þjálfun fjórgangshestins, uppbygging og undirbúningur fyrir sýningu í fjórgangi á hæsta afreksstigi íþróttarinnar.
07.12.2022
Meðal atriða er sýnikennsla tveggja turna í Íslandshestamennskunni þegar þeir Árni Björn Pálsson og Teitur Árnason leiða saman hesta sína.
07.12.2022
Við óskum Sigvalda til hamingju!
06.12.2022
Sara Sigurbjörnsdóttir og Eyrún Ýr Pálsdóttir ætla að leiða áhorfendur í gegnum þjálfun og uppbyggingu fimmgangshestsins.
05.12.2022
Það verður frábær dagskrá á menntadegi landsliðslins á laugardaginn þegar landsliðsknapar okkar halda sýnikennslur með með mismunandi þema og áherslum yfir daginn.
Fræðsla og fróðleikur fyrir alla áhugasama hestamenn, á öllum stigum hestamennskunnar verður í boði þar sem landsliðsknaparnir veita innsýn í undirbúning sinn og þjálfun í aðdraganda HM í sumar.
02.12.2022
Benjamín Sandur og Gummi Björgvins ríkjandi heimsmeistarar í skeiðgreinum fara yfir þjálfun og uppbyggingu í upphafi vetrar. Þeir félagar ætla að fjalla um upphaf vetrarþjálfunar reið- og keppnishesta, hvernig best er að haga þjálfun af stað inn í nýtt tímabil almennt og miða það við almenna þjálfun sem passar breiðum hópi hesta og reiðmanna. Hver eru mikilvægustu grunnatriðin? Hvað ber að hafa í huga í upphafi vetrarþjálfunar?