30.03.2010
Happdrættismiðar til styrktar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum eru nú til sölu í verslun Líflands að
Lynghálsi. Í vinning er folatollur undir engan annan en Álf frá Selfossi. Gefandi tollsins er Christina Lund.
30.03.2010
Úrtaka verður fyrir stórsýninguna "Fákar og fjör" þriðjudaginn 30. mars kl. 19:00. Ekki þarf að skrá sig, nóg að mæta
á staðinn.
30.03.2010
Aðfararnótt sunnudagsins 28 mars var brotist inn í hesthús við Hlíðarþúfur í Hafnarfirði. Þjófarnir höfðu
á brott með sér fimm hnakka, nokkur beisli og önnur reiðtygi ásamt 5 hjálmum. Tjónið er að sjálfsögðu tilfinnanlegt fyrir
eigendurnar sem ekki eru tryggðir sérstaklega vegna reiðtygjanna eða innbrots í hesthús.
29.03.2010
Nátthrafn frá Dallandi sigurvegari Ístölts „Þeirra allra sterkustu“ 2009 mætir til leiks á laugardaginn, 3.apríl, í
Skautahöllina í Laugardal og freistar þess að verja titilinn.
29.03.2010
Opna æskulýðsmót Líflands og Léttis verður haldið laugardaginn 3. apríl n.k. í Top Reiterhöllinni og byrjar mótið klukkan
10:00. Keppt verður í tölti og fjórgangi.
29.03.2010
Hinn eini sanni Orri frá Þúfu verður heiðurshestur Stóðhestaveislunnar í ár! Hann mun sjálfur mæta á svæðið
ásamt nokkrum afkomenda sinna. Óhætt er að segja að enginn hestur hafi markað jafn djúp spor í íslenska hrossarækt fram að þessu
og er það sannkallaður heiður að fá höfðingjann Orra til veislunnar!
28.03.2010
Forsala aðgöngumiða á Ístölt "Þeirra allra sterkustu" er hafin í verslun Líflands á Lynghálsi og verslun Baldvins og Þorvaldar
á Selfossi.
26.03.2010
Úrtaka fyrir Ístölt "Þeirra allra sterkustu" fór fram nú í kvöld. Margir glæsilegir hestar og fallega sýningar sáust. Hér
fyrir neðan er að finna þá knapa og hesta sem stóðu efstir í úrtöku og hefur verið boðið að taka þátt í
Ístölti "Þeirra allra sterkustu" sem fer fram laugardaginn 3.apríl.
26.03.2010
„Hér eru hross á öllum stigum, bæði ung og efnileg og eldri reyndari hross“ segir Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga
þegar hann er spurður um hestana í hesthúsi sínu.
26.03.2010
Uppfærðir ráslistar fyrir úrtöku Ístölts "Þeirra allra sterkustu" sem haldin verður í kvöld kl.20:00, föstudaginn 26.mars, í
Skautahöllinni í Laugardal.