12.03.2010
Það var sannkölluð veisla í Ölfushöllinni í gær þegar keppt var í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS. Það
var hinn knái Viðar Ingólfsson, Frumherja, á Tuma frá Stóra-Hofi sem bar sigur úr býtum. Eftir forkeppni voru Viðar og Þorvaldur
Árni Þorvaldsson, Top Reiter, á Golu frá Prestsbakka jafnir efstir með einkunnina 7,01. Í þriðja sæti eftir forkeppni var Jakob S.
Sigurðsson, Frumherja, á Blæ frá Hesti með einkunnina 6,94.
12.03.2010
Þriðja kvöldið var haldið í gær í KEA mótaröðinni. Mótið gekk vel fyrir sig og var ágætis þátttaka.
Áhorfendur skemmtu sér vel við að horfa á fallega alhliðahesta.
Þorbjörn Hreinn sigraði B-úrslitin á Tý frá Litla Dal með einkunnina 6,10. Mikil spenna var í A-úrslitunum og sigraði Baldvin Ari
Guðlaugsson að lokum á Orradótturinni Krækju frá Efri-Rauðalæk með einkunnina 7,05.
Eftir kvöldið er Ásdís Helga orðin efst með 21 stig en fast á hæla hennar kemur Viðar Bragason með 20 stig og þá Baldvin Ari með
18 stig.
12.03.2010
Hér að neðan birtast uppfærðir ráslistar eins og þeir standa núna. Munið að afskráningar og breytingar skulu sendast á
skjoni@simnet.is eins fljótt og auðið er.
Á þessum lista má líka sjá í hvaða liði hver knapi er, en hvert lið er einkennt með lit. Knapar eru hvattir til að einkenna sig með
sínum liðs lit, t.d. með hálsklút, flík, slaufu á ístaðið eða eitthvað slíkt. Það lið sem fær flest stig
fær sér verðlaun og um að gera að fylgjast með hverjar eru saman í liði og hvetja sína félaga!
11.03.2010
Um 60% þeirra sem keypt hafa miða á netinu eru Íslendingar og má leiða að því líkum að það sem rekur landann áfram
sé að festa sér hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni en um 300 stæði eru í boði á Vindheimamelum. Þegar
er búið að selja hátt í 1/3 af stæðunum á þessum fyrstu dögum miðasölunnar og fer stúkusalan einnig vel af stað.
11.03.2010
Af óviðráðanlegum orsökum hefur verið ákveðið að stórsýningin Fákar og Fjör sem átti að fara fram í Top
Reiter höllinni á Akureyri 10 apríl n.k. verði haldin viku síðar eða laugardaginn 17. apríl.
11.03.2010
DAGSKRÁ:
Kl. 17:00 Minna vanar – forkeppni
Kl. 17:40 Meira vanar – forkeppni
Kl.19:00 Opinn flokkur – forkeppni
11.03.2010
Stórsýningin Æskan & hesturinn 2010 verður um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Eins og venja er, verða tvær
sýningar hvorn daginn, kl. 13 og kl. 16. Frítt er inn meðan húsrúm leyfir.
11.03.2010
Nú hefur verið dregið um rásröð á Svellköldum 2010 og birtist hún hér að neðan. Dagskrá mótsins verður kynnt fyrir
helgi, en mótið hefst kl. 17 á laugardaginn með forkeppni í flokknum Minna vanar.
10.03.2010
Annað mótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts mun fara fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í kvöld kl. 18:30. Mótinu
var frestað sl. laugardag vegna veðurs og vallaraðstæðna og þar sem fjöldi viðburða um helgina kemur í veg fyrir að hægt sé að
hafa mótið þá, hefur því verið komið á dagskrá í kvöld. Skráning fer fram í Helgukoti á milli kl. 17:30 og
18:00.
10.03.2010
Næsta keppnisgrein í Meistaradeild VÍS er gæðingafimi. Keppnin verður á morgun fimmtudag í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30.
Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir knapana. Þar eru allir þættir dæmdir sérstaklega og síðan heildarútlit
sýningarinnar.