12.06.2009
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi munu að öllum líkindum keppa í tölti á HM úrtöku í Fáki 16 og 18
júní. Viðar hefur haldið Tuma til hlés í vetur, en hann hefur verið talinn líklegastur sem helsta tromp íslenska liðsins í tölti.
11.06.2009
Ekki er ennþá vitað fyrir víst hverjir munu verða aðal keppendur í fjórgangi á HM úrtökunnni í Fáki. Íslands- og
Reykjavíkur meistarinn Snorri Dal ætlar að mæta með Odd frá Hvolsvelli en ekki hefur enn fengið staðfest hvort Sigurður Sigurðarson kemur með
hinn þrefalda Íslandsmeistara Suðra frá Holtsmúla.
11.06.2009
Búast má við afar spennandi keppni í fimmgangi á HM úrtökunni sem fram fer í Fáki 16. og 18. júní. Tveir
Íslandsmeistarar og sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009 munu eigast þar við.
11.06.2009
Viljum minna á að síðasti skráningardagur fyrir úrtökumótið vegna Heimsmeistaramótsins í Sviss 2009
er föstudagurinn 12.júní til kl.16.00.
11.06.2009
Opið Íþróttamót Hrings verður haldið þriðjudaginn 23.júní nk. Keppni hefst kl 17:00 og er áætlað að úrslit
verði riðin í miðnætursól á Hringsholtsvelli.
11.06.2009
Nýr hestvænn kynbótavöllur var vígður á Melgerðismelum þriðjudaginn 9. júní og nú stendur yfir
kynbótasýning á vellinum.
11.06.2009
Sigurður Sigurðarson á Drífu frá Hafsteinsstöðum sigraði 100m skeiðið á Skeiðleikum Skeiðfélagsins nú í
kvöld á tímanum 7,55.
11.06.2009
Það var Þráinn Ragnarsson sem sigraði 150m skeiðið í kvöld á tímanum 14,96, á hæla honum kom Teitur Árnason á
tímanum 14,98 og þriðji varð Hinrik Bragason á tímanum 15,04.
10.06.2009
Óliver frá Kvistum fór í rosadóm á kynbótasýningu á Vesturlandi í morgun. Hann fékk 8,93 fyrir hæfileika og 8,67
í aðaleinkunn. Knapi var Hinrik Bragason.
10.06.2009
Úrtakan vegna HM 2009 fer fram dagana 16. júní (fyrri hluti) og 18. júní (seinni hluti) á félagssvæði Fáks, Víðidal.
Skráning er á skrifstofu LH til kl.16:00 föstudagsinn 12.júní.