Flestir vilja í ferðalag

Hestaferðalög er skemmtilegasta hestaíþróttin samkvæmt skoðanakönnun www.lhhestar.is. 37% þátttakenda í könnuninni velja þann kost. Gæðingakeppnin fær næst hæsta skor, 25%.

Gátlisti fyrir stóðhestahaldara

Nú þegar ræktunartímabilið er að bresta á vill Félag hrossabænda minna á gátlista fyrir stóðhestahólf, en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og ábendingar varðandi stóðhestahald.

Öryggi í hestamennsku

Að gefnu tilefni viljum við brýna fyrir hestamönnum að hafa öryggið í fyrirúmi í hestamennskunni og yfirfara reiðtygi reglulega. Ágúst Hafsteinsson hestamaður var ásamt konu sinni og tveim dætrum, 8 og 9 ára, í reiðtúr þegar önnur dóttir hans verður fyrir því óhappi að hrossið hnýtur framfyrir sig.

Gæðingakeppni Gusts 2009

Gæðingakeppni Gusts fer fram í Glaðheimum í Kópavogi um komandi helgi og stendur skráning yfir á heimasíðu Gusts. Skráningin er opin til miðnættis í kvöld, en allar nánari upplýsingar er að finna á http://www.gustarar.is/.    

Risavaxið Reykjavíkur meistaramót

Reykjavíkur meistaramótið í hestaíþróttum er risavaxið. Um 640 skráningar eru í keppnisgreinar núna, sem er dálítil aukning frá í fyrra, en þá voru skráningar um 620. Flestir frægustu knapar og hestar á Suður- og Suðvesturlandi eru á meðal þátttakenda.

Myndasafn frá Jökulsárlóni

Myndir frá sundreið yfir Jökulsárlón eru nú komnar í myndasafn. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri á síðunni og þá finnur þú safnið. Sjá frétt um sundreiðina HÉR.

Hestaþing og úrtaka Snæfellings - Úrslit

Hestaþing og úrtaka Snæfellings fyrir Fjórðungsmót á Vesturlandi fór fram um helgina. Úrslit eru eftirfarandi:

Opinn fundur um málefni landsliðsins

Landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og landsliðsnefnd LH boðar til opins fundar um málefni landsliðsins. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 26. maí í reiðhöllinni Víðidal kl. 18:00.

Ragnhildur Haraldsdóttir skeifuhafi Hólaskóla

Fimmtíu og einn nemandi var brauskráður úr hestafræðideild Hólaskóla síðastliðinn föstudag. Morgunblaðsskeifan er veitt fyrir besta samanlagða árangur í reiðmennskunámskeiðum vetrarins á 1. ári. Skeifuhafinn í ár er Ragnhildur Haraldsdóttir. Ragnhildur fékk einnig reiðmennskuverðlaun FT. Hestur Ragnhildar er Villi frá Hvítanesi.

Íþróttamót Geysis - Úrslit

Íþróttamót Geysis fór fram á Gaddstaðaflötum um helgina. Meðfylgjandi eru heildar úrslit mótsins.