Ungur hestamaður í Mána lést af slysförum

Ungi maðurinn sem lést eftir vinnuslys í Garðinum í síðustu viku hét Kristján Falur Hlynsson, 18 ára. Hann var hestamaður af lífi og sál og stundaði hestamennskuna ásamt fjölskyldu sinni hjá Mána í Keflavík. Öllum viðburðum hjá Mána hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Skrifstofa LH lokuð föstudaginn 22.maí

Skrifstofa LH verður lokuð föstudaginn 22. maí. Hægt er að hringja í starfsmann s: 849 8088 ef nauðsyn krefur. Kveðja Starfsmenn LH

Jökulsá á Breiðmerkursandi sundriðin

Hermann Árnason og félagar unnu frækilegt afrek í dag, eða öllu heldur síðastliðna nótt, er þeir sundriðu Jökulsá á Breiðamerkursandi. Áin hefur ekki verið sundriðin áður í manna minnum, allavega ekki eftir að farvegur hennar komst í þá mynd sem hann er nú. Yfirleitt var farið fyrir hana á jökli, eða hestar voru teymdir yfir á ferjubát.

Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins - Úrslit

Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins fóru fram á félagssvæði Sleipnis á Selfossi í gærkvöldi. Sigurbjörn Bárðarson vann gull og silfur í 250 m skeiði og Ragnar Tómasson jr. bar sigur úr býtum í 100 m skeiði. Það var hins vegar Þorkell Bjarnason sem kom fyrstur mark í 150 m skeiði á Veru frá Þóroddsstöðum.

Kynbótasýning Gaddstaðaflötum

Nú er verið að taka niður skráningar á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Tekið er við skráningum í síma 480-1800. Síðasti skráningardagur er á morgun miðvikudaginn 20. maí. Einnig er á auðveldan hátt hægt að skrá hross í kynbótadóm á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands  http://www.bssl.is/ þar er einnig að finna ýmsan fróðleik um kynbótasýningar.       Búnaðarsamband Suðurlands    

Kynbótasýning Sörlastöðum

Hollaröðun fyrir kynbótasýninguna á Sörlastöðum í næstu viku er að finna á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands http://www.bssl.is/ en hún var uppfærð í dag vegna smávægilegra breytinga. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 25. maí nk. Búnaðarsamband Suðurlands

Opið World-Ranking Íþróttamót Sörla

Opið World-Ranking Íþróttamót Sörla Verður haldið á Sörlastöðum 23. og 24. maí. Allir flokkar í boði. Skráning er á miðvikudaginn 20. maí milli klukkan 19:00 og 21:00 Allir velkomnir.   Mótanefnd Sörla <http://www.sorli.is/GetMynd.asp?aID=1128>

Opið Austurlandsmót í hestaíþróttum

Laugardaginn 23. maí næstkomandi verður haldið Opna Austurlandsmótið í hestaíþróttum á félagssvæði Freyfaxa í Stekkhólma. Mótið er jafnframt síðasta mótið í stigakeppninn Töltmótaröð Austurlands.

Íþróttamót Gusts - Úrslit

Íþróttamót Gusts fór fram um helgina í blíðskaparveðri í Glaðheimum. Þátttaka var mjög góð og áttu bæði keppendur og áhorfendur góðar stundir í blíðunni. Niðurstöður úr forkeppni hafa verið birtar á www.gustarar.is en hér á eftir fylgja úrslit úr öllum flokkum.

Opin Gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins, kappreiðar og grillpartý

Ath !!! Skráning í kvöld, mánudag.Opin Gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins í Keflavík verður haldin dagana 23. og  24. maí á Mánagrund.