Landsmóti hestamanna 2008 lokið

Átjánda Landsmóti hestamanna lauk í dag með magnþrunginni keppni í A-flokki gæðinga. Milli 13 og 14 þúsund manns fylgdust með úrslitastundinni og hylltu hestana og knapa þeirra ákaft í lokin.

Hópferð á þýska meistaramótið

Ferðaskrifstofa allra hestamanna, Úrval-Útsýn verður með ferð á þýska meistaramótið 14.-18. ágúst 2008. Aðeins 25 sæti í boði og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær. Það er hinn síungi gleðigjafi, Sigurður Sæmundsson sem verður fararstjóri í ferðinni og ætlar að sjá til þess að hláturtaugarnar verði kitlaðar svo um munar.

Úrvalshópur í hestamennsku á vegum LH

Stjórn Landsambands hestamannafélaga hefur ákveðið að ganga til samninga við Önnu Valdimarsdóttur um að taka að sér umsjón með úrvalshópi unglinga á vegum LH. Henni til aðstoðar verður Eyjólfur Þorsteinsson.

Fjölbreytt dagskrá á Hestatorginu á LM

Hið íslenska Hestatorg verður sett upp á landsmótssvæðinu á Hellu í næstu viku. Hestatorgið er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla er tengjast hrossarækt og hestamennsku á Íslandi. Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á Ísland sem upprunaland íslenska hestsins og kynna það fjölbreytta starf sem fram fer innan þessa geira hér á landi.

Skrifstofa LH er flutt á Landsmót hestamanna á Hellu

Skrifstofa LH er flutt á Landsmót hestamanna á Hellu þessa viku og er skirfstofan því eðlilega lokuð. Hún opnar aftur þriðjudaginn 8. júlí. Upplýsingasími á meðan landsmótinu stendur er 841 0011 Bestu kveðjur - skrifstofan

Verðlaunagripir frá Landsmóti

Þeir sem eiga eftir að sækja verðlaunagripi frá Landsmóti geta nálgast þá á skrifstofu LH að Engjavegi 6, 104 Rvík. Skrifstofan er opin alla virka daga á milli 9-16. Bestu kveðjur, Skrifstofa LH

LHhestar með Fréttablaðinu

Minnum á að LHhestar kemur út með Fréttablaðinu á morgun.

Landslið Íslands fyrir Norðurlandamótið 2008

Búið er að velja landsliðið sem mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu sem fram fer í Seljord, Noregi dagana 4.-10. ágúst. Landsliðseinvaldur er Einar Öder Magnússon og honum til aðstoðar verður Hinrik Bragason.

Árangur Íslendinga á NM 2008

Yfirlit yfir árangur Íslendinga á Norðurlandamótinu 2008.

Vilja að Skógarhólar verði áfram

Samningur Landssambands hestamannafélaga og Þingvallanefndar um afnot hestamanna af Skógarhólum rann út á síðastliðnu ári. Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli.