Aðalfundur GDLH

Aðalfundur Gæðingadómarafélagsins verður haldinn föstudaginn 7.nóvember í Harðarbóli (félagsheimili hestamannafélagsins Harðar) kl 18:00.

Uppskeruhátíð hestamanna 2008

Simmi og Jói stýra Uppskeruhátíðinni. Hinir þekktu stuðboltar Simmi og Jói munu halda um stjórnartaumana á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fer á Broadway laugardaginn 8. nóvember nk. Þeir félagar eru vanir að ærslast með fólki og segjast hlakka mikið til að sprella með hestamönnum sem eru þekktir gleðimenn.

Aðalfundur og ráðstefna GDLH

Föstudaginn 7.nóvember kl 18:00 hefst aðalfundur GDLH í Harðarbóli Mosfellsbæ. Venjuleg aðalfundarstörf.

Bygging hrossa

Bygging hrossa. Í samstarfi við Hestamiðstöðina í Söðulsholti á Snæfellsnesi. Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands og Hestamiðstöðin í Söðulsholti bjóða upp á námskeið laugardaginn 29. nóvember í byggingu hrossa.

Alþjóðleg þjálfara/reiðkennara-ráðstefna FEIF í hestaskólanum Deurne, Hollandi

Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne. Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega.

Rangárhöllin, Gaddstaðaflötum

Tryppamarkaður og sölusýning verður í Rangárhöllinni laugardaginn 13. desember nk. Tryppamarkaður hefst kl. 15. Skráningargjald kr. 1.500 pr.stk. Ath. takmarkaður fjöldi. Sölusýning hrossa í reið hefst kl. 17. Skráningargjald kr. 2.500 pr.stk. Skráningum skal skila á netfangið thrsig@simnet.is fyrir kl. 17, fimmtudaginn 11. des. nk. Nánari upplýsingar í síma 848 0615. Rangárhöllin

Alþjóðleg þjálfara/reiðkennara-ráðstefna FEIF í hestaskólanum Deurne, Hollandi

Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne. Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega.

Alþjóðleg Menntaráðstefna FEIF 9.-11.jan 2009

Síðustu forvöð!!! Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne, 9.-11.janúar næstkomandi.

FEIF Youth Camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. – 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.

Heilbrigði íslenska hestsins

Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.