14.07.2023
Í dag var tilkynnt hverjir munu skipa landslið íslands í hestaíþróttum á HM í Hollandi í ágúst. Kynningin var haldin í sýningarsal Mercedes-Benz að Krókhálsi 11. Askja umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi er einn af aðal styrktaraðilum íslenska landsliðsins.
14.07.2023
Í gærkvöld fór fram gæðingalist 1 og 2 í fyrsta sinn á Íslandsmóti og tókst það mjög vel. Keppendur sýndu flottar æfingar og augljóst að mikill metnaður var lagður í undirbúning sýninganna.
13.07.2023
FEIF Youth Camp námsbúðirnar verða haldnar dagana 14-19. júlí 2023 í Ypåjå í Finnlandi.
FEIF Youth Camp eru námsbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða, auka skilning á menningarlegum mun okkar að nálgast hestinn og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
12.07.2023
Íslandsmót barna og unglinga hefst í dag, miðvikudaginn 12. júlí. Alls eru 109 keppendur skráðir á mótið. Undirbúningur hefur gengið vel og ljóst að von er á glæsilegum sýningum hjá unga fólkinu okkar. Alendis mun vera á staðnum og streyma frá viðburðinum í opinni dagskrá!
Veðurspáin fyrir mótið er góð og því er um að gera að sýna þessum hæfileikaríku íþróttamönnum okkar stu
10.07.2023
Nú styttist óðfluga í Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts.
05.07.2023
Íslandsmót barna- og unglinga 2023 verður haldið á Rangárbökkum félagssvæði Geysis dagana 12.-16. júlí.
05.07.2023
Mustad er komið í hóp aðalstyrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH og Ólafur Ó. Johnson framkvæmdastjóri ÓJ&K-ISAM skrifuðu undir samstarfssamning til tveggja ára.
03.07.2023
Spennan var í hámarki á Brávöllum um helgina þegar úrslit Íslandsmeistaramótsins fóru fram. Reiðmennskan var í hæsta gæðaflokki og sýningarnar voru hver annari betri. Fyrstur til að tryggja sér Íslandsmeistara var Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III, þau eru Íslandsmeistarar ungmenna í Gæðingaskeiði með einkunnina 8,5. Fullorðinsflokkinn sigraði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum með 9,0 er þetta þriðja árið í röð sem bæði Benedikt og Elvar tryggja sér þennan titil og báðir með hærri einkunn en áður.
30.06.2023
Sigurvegararnir í fimmgang á Reykjarvíkurmeistaramóti Fáks Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu halda áfram að gera vel og eru efstir eftir forkeppni í fimmgangi á Íslandsmót ungmenna og fullorðinna með 7,50 í einkunn. Fast á hæla þeirra koma svo þrír knapar sem allir hlutu 7,47 í einkunn en það eru þau Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti, Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli og Jakob Svavar Sigurðsson og Nökkvi frá Hrísakoti. Sá fimmti inn í A úrslitin varð Teitur Árnason og Atlas frá Hjallanesi 1 með 7,37.
29.06.2023
Jóhanna Margrét heldur áfram að styrkja stöðu sína í fjórgangi en hún og Bárður frá Melabergi áttu stórgóða sýningu og enduðu efst í forkeppninni með 7,90. Þau eru ríkjandi Íslandsmeistarar í Fjórgangi síðustu tveggja ára.