26.06.2023
Þá er komið að því, Íslandsmót Fullorðinna og Ungmenna fer fram á Selfossi dagana 28. júní -2. júlí. Þar munu mæta okkar sterkustu knapar enda síðustu forvöð til að tryggja sig inn í landsliðshópinn fyrir HM í Hollandi sem fer fram í ágúst.
23.06.2023
Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari LH hafa tekið ákvörðun um að víkja Konráði Vali Sveinssyni A-landsliðknapa úr landsliðshópi LH 2023 vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar.
21.06.2023
Keppnisnefnd LH hefur samþykkt tillögu að breyttum lágmörkum í skeiði fyrir Íslandsmót 2023 og mótshaldarar framlengja skráningarfrest út daginn í dag í þessum greinum.
19.06.2023
Landsliðsþjálfari U21-landsliðs LH í hestaíþróttum hefur ákveðið að taka Egil Má Þórsson úr hestamannafélaginu Létti inn í hópinn. Egill Már átti stórgott mót á Reykjarvíkur móti Fáks um helgina þar sem hæst bar sigur í T1 á Össu frá Miðhúsum og annað sæti í F1 á Kjalar frá Ytra-Vallholti.
08.06.2023
Keppnisnefnd LH barst erindi frá mótshöldurum Fjórðungsmóts Austurlands 2023 um undanþágu frá reglu 5 í reglugerð um Lands- og fjórðungsmót um val keppenda á Fjórðungsmótið á Austurlandi í sumar.
05.06.2023
Skógarhólar hafa verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna um árabil, enda staðsetningin í þjóðgarðinum á Þingvöllum einstök. Svæðið býður upp á góðar reiðleiðir og náttúrufegurð. Endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði og girðingum á undanförnum árum og eiga „Vinir Skógarhóla“ og staðarhaldarar heiðurinn af því.
05.06.2023
Landssamband hestamannafélaga og Horses of Iceland héldu vel heppnaða Miðbæjarreið síðastliðinn laugardag. Reiðin vakti að venju töluverða athygli og höfuð margir safnast saman við Hallgrímskirkju til að sjá hestana og hlýða á Raddbandafélagið sem tók nokkur lög. Guðni Halldórsson formaður LH flutti ávarp og kynnti Landsmót 2024 sem haldið verður í Reykjavík. Áslaug Arna Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti einnig ávarp og leiddi reiðina ásamt Sigurbirni Bárðarsyni og Guðna Halldórssyni.
01.06.2023
Landsliðsþjálfari U21-landsliðs LH í hestaíþróttum hefur ákveðið að taka Sigríði Ingibjörgu Einarsdóttur úr hestamannafélaginu Sindra inn í hópinn.
31.05.2023
Ragnar Snær Viðarsson vann ferðavinning frá VERDI ferðum að upphæð 200.000 í Happdrættinu á Allra sterkustu. Ragnar Snær segist ekki vera viss um hvort hann nýti vinninginn til að fara á HM eða á leik með Arsenal. Hvort sem hann velur vonum við að hann eigi gott ferðalag fram undan og óskum honum sem og öllum öðrum vinningshöfum til hamingju. Vinningana má nálgast á skrifstofu LH.
26.05.2023
Met skráninga á WR íþróttamót Geysis sem fram fer um helgina hefur vakið verðskuldaða athygli. Mótið átti upphaflega að vera þriggja daga mót en sökum mikillar skráningar hófst mótið kl 10 í gær, fimmtudag og stendur fram á mánudagskvöld. Að baki móti eins og þessu liggur mikil vinna sjálfboðaliða. Við heyrðum í Eiríki Vilhelm Sigurðarsyni formanni Geysis sem sagði okkur örlítið frá mótinu og undirbúningnum.