Ný útgáfa reglupakka LH

Lög og reglur LH eru uppfærðar á hverju ári af keppnisnefnd sambandsins og er nú búið að birta nýjan reglupakka á vefnum.

Kverkeitlabólga í Danmörku

Kverkeitlabólga er alvarlegur hrossasjúkdómur sem telst landlægur í öllum okkar nágrannalöndum. Búgarðar með íslenska hesta í Danmörku hafa nú orðið fyrir barðinu á þessari sýkingu.

FEIF ungir leiðtogar - námskeið

FEIF og sænska Íslandshestasambandið munu halda leiðtoganámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára helgina 28.-30. október 2016 í nágrenni Stokkhólms.

Hestadagar

Landssamband hestamannafélaga stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu undir kjörorðinu HORSES OF ICELAND.

Folatollar uppseldir - takk

Folatollarnir sem til sölu voru eru uppseldir! Viðbrögðin voru gríðarlega góð og greinilega margir sem höfðu áhuga á að detta í lukkupottinn. Landsliðsnefnd LH þakkar kærlega fyrir stuðninginn við íslenska landsliðið í hestaíþróttum.

Átröskun og líkamsímynd íþróttafólks

Hver er staða átröskunnar og líkamsímyndar á meðal íslensk íþróttafólks? Miðvikudaginn 27. apríl verður opinn hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl: 12:10.

Skráningarfrestur í Hrímnistöltið rennur út í kvöld.

Þann 20. apríl verður þriðja og síðasta mótið í Hrímnis-mótaröðinni, og er það að þessu sinni tölt T3.

Bellutölt 2016

Skráning er hafin í hið geysivinsæla Bellutölt sem haldið verður í Léttishöllinni þann 30. apríl kl. 17:00

Staðarhaldari - umsóknarfrestur til fimmtudags.

Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsjónarmanni með ferðaþjónustu sambandsins á Skógarhólum.

Folatollar á 25.000 kr!

Já það er ótrúlegt! En satt. Við eigum nokkra folatolla undir 1. verðlauna stóðhesta. Þetta eru folatollar frá ræktendum og stóðhestaeigendum sem styrktu íslenska landsliðið með því að gefa toll. Fyrstir koma fyrstir fá.