15.06.2009
Tryggvi Björnsson á Blönduósi kemur sterkur inn á FM2009 á Kaldármelum. Hann var með efstu hesta í A og B flokki gæðinga á
úrtöku Þyts um helgina. Akkur frá Brautarholti var efstur í B flokki með 8,66 úrslitum, og Grásteinn frá Brekku efstur í A flokki
með 8,49 í úrslitum.
15.06.2009
Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á breyttum tímasetningum í dagskrá og smávægilegum breytingum á
ráslista.
15.06.2009
Gæðingamót Stíganda í Skagafirði var haldið á Vindheimamelum um helgina. Mótið var einnig úrtaka fyrir FM2009 á Vesturlandi og
tóku Svaði á Hofsósi og Glæsir á Siglufirði þátt í henni. Góður árangur náðist í tölti og
skeiði. Nokkrir þekktir gæðingar eru í FM sætum.
12.06.2009
Opið íþróttamót Snæfellings 2009 verður haldið á Kaldármelum, Snæfellsnesi, sunnudaginn 14. Júní 2009.
12.06.2009
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst 29. júní næstkomandi. Skráningu þarf að vera lokið fyrir
föstudaginn 26. júní.
12.06.2009
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi munu að öllum líkindum keppa í tölti á HM úrtöku í Fáki 16 og 18
júní. Viðar hefur haldið Tuma til hlés í vetur, en hann hefur verið talinn líklegastur sem helsta tromp íslenska liðsins í tölti.
11.06.2009
Ekki er ennþá vitað fyrir víst hverjir munu verða aðal keppendur í fjórgangi á HM úrtökunnni í Fáki. Íslands- og
Reykjavíkur meistarinn Snorri Dal ætlar að mæta með Odd frá Hvolsvelli en ekki hefur enn fengið staðfest hvort Sigurður Sigurðarson kemur með
hinn þrefalda Íslandsmeistara Suðra frá Holtsmúla.
11.06.2009
Búast má við afar spennandi keppni í fimmgangi á HM úrtökunni sem fram fer í Fáki 16. og 18. júní. Tveir
Íslandsmeistarar og sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009 munu eigast þar við.
11.06.2009
Viljum minna á að síðasti skráningardagur fyrir úrtökumótið vegna Heimsmeistaramótsins í Sviss 2009
er föstudagurinn 12.júní til kl.16.00.
11.06.2009
Opið Íþróttamót Hrings verður haldið þriðjudaginn 23.júní nk. Keppni hefst kl 17:00 og er áætlað að úrslit
verði riðin í miðnætursól á Hringsholtsvelli.