04.06.2009
Gæðingamót Geysis verður haldið á Gaddstaðaflötum um næstu helgi. Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
03.06.2009
Útflutningsráð Íslands undirbýr nú þátttöku fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði heimsmeistaramóts
íslenska hestsins sem að þessu sinni verður haldið í Brunnadern, Sviss dagana 3.-9. ágúst nk. Um er ræða frábært
tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna sig og selja vörur sínar meðan á móti stendur.
03.06.2009
Svipmyndir frá kynbótasýningunni á Sörlastöðum 09 eru komnar í myndasafn. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri á
síðunni og þar finnur þú myndasafnið. Góða skemmtun.
03.06.2009
Úrtakan vegna HM 2009 fer fram dagana 16. júní (fyrri hluti) og 18. júní (seinni hluti) á félagssvæði Fáks,
Víðidal.
03.06.2009
Töltkeppni í fullorðinsflokki á FM2009 verður opin 40 hæstu hestum landsins 2009, samkvæmt stöðulista í Sportfeng. Samkvæmt nýjasta
stöðulista er Sigurður Sigurðarson á Kjarnorku frá Kálfholti með hæsta skor. Ekki er búið að færa inn skor frá
Reykavíkurmeistaramóti.
03.06.2009
Nú er aðeins um mánuður í Fjórðungsmót á Kaldármelum. Kynbótasýningar eru í fullum gangi norðan heiða og
sunnan. Margir keppa að því að koma hrossum sínum á FM2009. Rétt til þátttöku eiga hross hverra eigendur eru á svæðinu
frá Hvalfirði að Tröllaskaga.
02.06.2009
Reykjavíkur meistaramótið í hestaíþróttum fór fram í Víðidal um helgina. Sigurvegarar einstakra greina komu fæstir á
óvart. Flestir hafa áður náð góðum árangri. Konur voru áberandi í efstu sætum.
02.06.2009
Skráningu skal lokið fyrir kl 20:00 miðvikudaginn 3. júni.
02.06.2009
Hestavöruverslunin Lífland og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa tekið höndum saman og hrundið af stað fjáröflun fyrir landslið Íslands
í hestaíþróttum sem tekur þátt í HM09 í Sviss í ágúst.
02.06.2009
Opið íþróttamót Hestamannafélagsins
Snæfellings verður haldið á Kaldármelum sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 10.00.