Styttist í fría áskrift að WorldFeng

Bændasamtök Íslands hafa fengið félagaskrá LH á tölvutæku formi afhenta úr FELIX félagatalinu. Bændasamtökin vinna nú að því að lesa upplýsingar um alla félaga aðildarfélaga LH inn í WorldFeng.

Nýr starfsmaður LH

Nýr starfsmaður hefur tekið til starfa á skrifstofu LH, Þórdís Anna Gylfadóttir.

Skeiðará sundriðin - Myndir

Vatnagarpar undir forystu Hermanns Árnasonar sundriðu Skeiðará á dögunum. Myndir frá sundinu eru komnar í myndasafn. Smelltu á "Ljósmyndir"  hér til vinstri.

Jónína í rosa dóm á Sörlastöðum

Tólf hross eru komin með 8,20 og hærra í aðaleinkunn á kynbótasýningunni sem nú stendur yfir á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Þar af eru fimm frá Feti. Jónína frá Feti er með langhæstu einkunnina, 8,59.

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2009

Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir fullorðna verður haldið 16-18 júlí 2009 á Hlíðarholtsvelli á Akureyri. Framkvæmdaraðili mótsins er Hestamannafélagið Léttir.

Flestir vilja í ferðalag

Hestaferðalög er skemmtilegasta hestaíþróttin samkvæmt skoðanakönnun www.lhhestar.is. 37% þátttakenda í könnuninni velja þann kost. Gæðingakeppnin fær næst hæsta skor, 25%.

Gátlisti fyrir stóðhestahaldara

Nú þegar ræktunartímabilið er að bresta á vill Félag hrossabænda minna á gátlista fyrir stóðhestahólf, en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og ábendingar varðandi stóðhestahald.

Öryggi í hestamennsku

Að gefnu tilefni viljum við brýna fyrir hestamönnum að hafa öryggið í fyrirúmi í hestamennskunni og yfirfara reiðtygi reglulega. Ágúst Hafsteinsson hestamaður var ásamt konu sinni og tveim dætrum, 8 og 9 ára, í reiðtúr þegar önnur dóttir hans verður fyrir því óhappi að hrossið hnýtur framfyrir sig.

Gæðingakeppni Gusts 2009

Gæðingakeppni Gusts fer fram í Glaðheimum í Kópavogi um komandi helgi og stendur skráning yfir á heimasíðu Gusts. Skráningin er opin til miðnættis í kvöld, en allar nánari upplýsingar er að finna á http://www.gustarar.is/.    

Risavaxið Reykjavíkur meistaramót

Reykjavíkur meistaramótið í hestaíþróttum er risavaxið. Um 640 skráningar eru í keppnisgreinar núna, sem er dálítil aukning frá í fyrra, en þá voru skráningar um 620. Flestir frægustu knapar og hestar á Suður- og Suðvesturlandi eru á meðal þátttakenda.