20.04.2009
Það voru börn og unglingar í hestamannafélaginu Létti sem riðu fyrstir í hús á formlegri vígslu nýrrar reiðhallar
á Akureyri og þótt það vel við hæfi. Á eftir riðu fánaberar í salinn og með þeim þingmennirnir Kristján
Þór Júlíusson og Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, og formaður Léttis, Erlingur Guðmundsson.
20.04.2009
Hið árlega opna töltmót ALP/GÁK fyrir unga fókið fer að venju fram á sumardaginn fyrsta, 23. apríl nk. í reiðhöll Gusts
í Glaðheimum í Kópavogi. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í flokkum barna, unglinga og ungmenna.
20.04.2009
Líflandsmót Æskulýðsnefndar Fáks var haldið í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Úrslit urðu sem hér
segir.
19.04.2009
Á sumardaginn fyrsta verður blásið til veislu í Ármóti. Þá verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði í
Meistaradeild VÍS en jafnframt verður boðið upp á stóðhestaveislu.
19.04.2009
Kvennatölt Gusts fór fram í reiðhöll Gusts í gær. Um 140 skráningar voru á mótið og keppnin feiknarleg hörð og spennandi.
Hestakosturinn var frábær og þá ekki síst í opna flokknum þar sem glæsilegar sýningar og háar tölur sáust. Einnig var
gaman að sjá hvað keppendur voru snyrtilegir til fara, hrossin vel til höfð og keppnisgleðin í fyrirrúmi.
17.04.2009
Dagskrá Líflandsmóts æskulýðsdeildar Fáks er nú klár.
17.04.2009
Opið Íþróttamót TM og Mána fer fram 24.-26. apríl. Mótið er *World Ranking mót. Skráning fer fram mánudaginn 20.
apríl milli kl 19.00 og 22.00. Skráningin verður einungis í símum: 893-0304 (Þóra), 862-6969 (Sigrún) og 861-0012 (Hrönn).
17.04.2009
Ráslisti Líflandsmótsins er nú klár. Mikil spenna er í ungu knöpunum að fá að spreyta sig. Vert er að hvetja sem flesta til að
mæta í Reiðhöllina á sunnudaginn kemur, þann 19.apríl og hvetja ungu og efnilegu knapana okkar til dáða. Dagskrá mótsins verður
birt seinna í dag, föstudag.
17.04.2009
Keppnisnefnd og stjórn LH eru þessa dagana að móta tillögur að því hvernig samræma má rafrænar tímatökur á
kappreiðum í FEIF löndunum. Jóhann Valdimarsson hefur bent á að tímatökubúnaður sé ekki staðlaður. Talsverður munur geti
því orðið á tímum í hlaupum eftir því hvaða búnaður sé til staðar. Sá munur geti numið mörgum
sekúndubrotum. Sjá frétt um málið HÉR.
17.04.2009
Úrslit í Svarfdælsku mótaröðinni verða haldin í Hringsholti þriðjudagskvöldið 20 apríl kl 20:00. Knapar eru vinsamlegast
beðnir um að staðfesta þátttöku sína, ásamt nafni á hesti, fyrir sunnudag 19. apríl kl: 20:00 á tölvupóstfang: bjarna@dalvik.is eða í síma: 8622242