Litla, stóra hestamannafélagið Sóti

Það er mikið að gerast hjá litla en stórhuga hestamannafélagi Sóta á næstunni.  Á morgun, sumardaginn fyrsta, er félagsmönnum á öllum aldri boðið að taka þátt í hinum árlega og sívinsæla ratleik, en þá er félögum skipt í fjögur lið og ríða á milli pósta og leysa miserfið verkefni og fara að sjálfsögðu ríðandi á milli staða.

Íþróttamót Mána og TM – Dagskrá og ráslistar

Íþróttamót Mána í Keflavík verður haldið á Mánagrund um helgina. Mótið er haldið í samstarfi við Tryggingamiðstöðina, sem er aðal styrktaraðili mótsins. Sjá má ráslista á heimssíðu Mána:http://www.mani.is/

Skeifudagur LbhÍ að Mið-Fossum.

Á sumardaginn fyrsta er hefði fyrir að haldinn er hátíðlegur Skeifudagur á Hvanneyri. Að þessu sinni fór dagskráin fram í hestamiðstöð LbhÍ að Mið-Fossum.

Eyjólfur enn á toppnum í Meistaradeild VÍS

Þá er keppni lokið á næst síðasta móti Meistaradeildar VÍS. Keppnin fór fram í dag að Ármóti samhliða stóðhestakynningu. Hópur af fólki lagði leið sína að Ármóti og má ætla að þegar mest var hafi verið um 1.000 manns á svæðinu.

Sumri fagnað á Grænhóli

„Við erum nú fyrst og fremst að fagna sumrinu og opna faðminn fyrir vini og kunningja,“ segir Gunnar Arnarson, en hann og Kristbjörg Eyvindsdóttir verða með opið hús á Grænhóli á morgun, sumardaginn fyrsta.

Skráningarfrestur framlengdur!

Skráningarfrestur á opna ALP/GÁK mótið hefur verið framlengdur til kl. 17 í dag, miðvikudag! Mótið er opin töltkeppni fyrir börn, unglinga og ungmenni og fer fram á morgun, Sumardaginn fyrsta, í reiðhöll Gusts í Kópavogi.

Skeifudagurinn á Hvanneyri sumardaginn fyrsta

Skeifudagur Grana verður haldinn hátíðlegur í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands að Mið-Fossum á sumardaginn fyrsta. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Dagskráin hefst kl. 12:30. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum.

Tekið til kostanna í Skagafirði

Hin árlega stórsýning í Skagafirði, Tekið til kostanna, fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki um næstu helgi, dagana 24. til 26. apríl. Samhliða fer fram fyrsta kynbótasýning ársins. Nemendur og kennarar frá Hólaskóla munu brydda upp á nýjungum og hinar rómuðu kvöldsýningar verða á sínum stað.

Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla

Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum 24. og 25. apríl. Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum. Dómskali Gæðingakeppni gildir. Gefin er ein einkunn fyrir tölt. Ef bæði er sýnt hægt og greitt tölt gildir hærri einkunn.

Reiðvegabætur á Smáraslóðum

Umtalsverðar reiðvegabætur eiga sér nú stað á svæði Smára í Hrunamannahreppi og á Skeiðum. Þegar hefur verið endurnýjaður fimm kílómetra kafli meðfram Skeiðavegi. Frá Skeiðháholtsafleggjara að Brautarholti. Er sá kafli fullfrágenginn.