03.04.2009
Hin árlega Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2009 verður haldin í Ölfushöllinni Föstudaginn 24.apríl n.k. og
óskum við eftir ábendingum um spennandi ræktunarbú, systkynahópa , afkvæmahópa hryssna og stóðhesta auk einstaklinga í
röðum hryssna og stóðhesta.
03.04.2009
Eyjólfur Þorsteinsson bar sigur úr býtum í fimmgangi Meistaradeildar VÍS eftir tvísýna og spennandi úrslitakeppni. Gamla kempan
Sigurbjörn Bárðarson á Stakki frá Halldórsstöðum varð í öðru sæti. Fyrir skeiðið voru þeir Eyjólfur og
Sigurbjörn jafnir í fyrsta sæti. Skeiðið hefur jafnan verið sterkasta hlið Sigurbjörns og Stakks og því stefndi allt í sigur þeirra.
02.04.2009
Þá er endanlega ljóst hvaða knapar og hestar keppa á Ístölti – Þeir allra sterkustu í Skautahöllinni á laugardaginn kemur.
Tuttugu og sjö keppendur eru skráðir til leiks í töltkeppninni. Aðeins einn keppandi hefur ekki tilkynnt á hvaða hesti hann keppir, en það er
Jóhann Skúlason. Að vonum bíða allir spenntir eftir því útspili.
01.04.2009
Næstkomandi sunnudag, 5. apríl, verður þriðji keppnisdagur Meistaradeildar UMFÍ. Veislan hefst kl. 11.00, og stendur fram eftir degi. Keppt verður í
tölti og skeiði. Keppni hefst í tölti og eftir hlé verður síðan flugskeið í gegn um Rangárhöllina. Rafræn
tímataka verður 10 mtr. eftir að komið er inn í höllina og 10 mtr. áður en út úr henni er farið í hinn endann.
01.04.2009
Það verða stjörnur í stóðhestasýningu á Ístölti – Þeir allra sterkustu. Fyrstan skal þar nefna Álf frá
Selfossi, sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölda fólks og hrífur alltaf brekkuna með sér. Knapi Erlingur Erlingsson. Hinn fífilbleiki
Ómur frá Kvistum sló í gegn á LM2008, stóð þar efstur í 5 vetra flokki. Knapi á honum er Kristjón Kristjánsson.
01.04.2009
Frægir stóðhestar eru á meðal hesta sem keppa munu í fimmgangi í Meistaradeild VÍS annað kvöld, fimmtudaginn 2. apríl. Þar
á meðal eru þeir Tónn frá Ólafsbergi (H:8,83), knapi Daníel Jónsson. Daníel og Tónn voru í úrslitum í
fjórgangi í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Einnig eru skráðir Illingur frá Tóftum (H:8,81), knapi Halldór Guðjónsson, og Þytur
frá Neðra-Seli (H:8,68).
31.03.2009
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri kynnir eftirfarandi sýnikennslu sem er öllum opin og að kostnaðarlausu, en æskilegt að viðkomandi
skrái sig til leiks! Equicoach – Markþjálfun sem notar hestinn sem spegil - er vinsæl nýjung frá Belgíu, sem nú er að nema
land á Íslandi.
31.03.2009
Miðar á Ístölt – Þeir allra sterkustu - eru komnir í sölu í Líflandi. Miðinn kostar 3000 krónur. Ef einhverntíma hefur
verið ástæða til að fá sér einn - þá er það núna! Allar helstu kanónur á meðal íslenskra knapa verða
á meðal keppenda, þar á meðal gullverðlaunahafarnir fjórir frá HM2007.
31.03.2009
Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu fimmgangshestum landsins muni berjast í Ölfushöllinni á fimmtudaginn en þá verður keppt
í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Keppni hefst klukkan 19:30 að venju. Hulda Gústafsdóttir hefur sigrað undanfarin tvö ár á Galdri
frá Flagbjarnarholti en gera má ráð fyrir því að aðrir knapar í deildinni muni sækja hart að því að ná titlinum
af henni.
31.03.2009
Mikil spenna er fyrir lokakvöldið í KS Deildinni sem fer fram miðvikudagskvöldið 1.apríl. Ómögulegt er að spá fyrir um sigurvegara
deildarinnar í vetur. Allt getur gerst þetta síðasta kvöld þar sem í þessum tveimum greinum sem eftir eru, er keppt við klukkuna.