17.03.2009
Æskulýðsnefnd LH hefur frestað fundum sem halda átti á Akureyri um næstu helgi, og Egilsstöðum. Ristjótt tíðarfar og
þétt dagskrá í hestamannafélögunum hafa sett mark sitt á undirtektir og því hefur verið ákveðið að fresta
síðustu tveimur fundunum í fundaherferðinni um óákveðinn tíma.
17.03.2009
Á miðvikudagskvöldið er keppt í Svaðastaðahöllinni í fimmgangi og hefst keppnin kl. 20. Margir mjög athyglisverðir hestar eru
skráðir til leiks og verður spennandi að fylgjast með.
16.03.2009
Birgir Skaptason og landsliðsnefnd LH hafa tekið ákvörðun um að sameina „Ístölt“ og íshallarmótið „Þeir allra
sterkustu“. Sameinað mót fær nafnið „Ístölt – Þeir allra sterkustu“. Ágóði af mótinu mun renna til styrktar
landsliði Íslands í hestaíþróttum.
16.03.2009
Annað Landsbankamót vetrarins í Sörla verður haldið 21. mars kl.14:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Keppt er í tölti á
beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms.
16.03.2009
Fjöldi manns sótti málþingið „Út með ágrip“, sem haldið var á Hvanneyri, þrátt fyrir slæma
veðurspá, sem rættist aldrei þessu vant. Að sögn Ágústs Sigurðssonar, rektors á Hvanneyri og fundarstjóra ráðstefnunnar, var
létt yfir fundargestum, þrátt fyrir að umræðuefnið væri ekkert sérstaklega skemmtilegt.
16.03.2009
Um fimm þúsund manns komu á sýninguna Æskan og hesturinn sem haldin var í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Sýningin er
því næst stærsta hestamót sem haldið er á Íslandi. Aðeins Landsmót fær fleiri gesti. Alls voru haldnar fjórar sýningar
og fullt var út úr dyrum á þeim öllum. Á einni sýningunni þurfti að loka húsinu þar sem ásóknin var svo mikil að
komast inn.
16.03.2009
Næsta keppnisgrein í Meistaradeild VÍS er gæðingafimi. Keppnin verður næst komandi fimmtudag í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30.
Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir knapana. Þar eru allir þættir dæmdir sérstaklega og síðan heildarútlit sýningarinnar.
14.03.2009
Hörkuspenna var í Rangárhöllinni í kvöld og margar glæstar sýningar litu dagsins ljós. Arnar Bjarki Sigurðarson sigraði fimmgang
á Segli frá Miðfossum og Gústaf Ásgeir Hinriksson sigraði T2 á Knerri frá Syðra-Skörðugili
13.03.2009
Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls verða haldnar fjórar
sýningar, tvær á laugardaginn og tvær á sunnudag. Sýningarnar eru klukkan 13.00 og 16.00 báða dagana.
12.03.2009
Það verður sannkölluð stóðhestaveisla í Rangárhöllinni laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14:00. Þá verða kynntir
stóðhestar sem verða til notkunar á Suðurlandi sumarið 2009.