Lokaskráningardagur á málþing um ágrip er 11. mars!

Hestamenn eru minntir á að lokaskráningardagur á Málþingið "Út með ágrip" er á morgun, miðvikudaginn 11. mars. Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is og í síma 433 5000. Ekkert skráningargjald. Hægt verður að kaupa mat fyrir kr. 1.500, sem greiðist á staðnum, en taka þarf fram við skráningu hvort viðkomandi ætlar að vera í mat eður ei.

Gæðingadómarar fá sendan DVD disk

Gæðingadómarafélag LH hefur sent félagsmönnum sínum DVD disk ásamt kynningarbréfi um upprifjunarnámskeið sem haldin verða nú í mars. Þeir gæðingjadómarar sem af einhverjum ástæðum fá ekki diskinn í pósti í þessari viku eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu LH.

Tilkynning til íþróttadómara

Vegna fjölda áskorana hefur stjórn HÍDÍ ákveðið að gefa þeim íþróttadómurum sem  komust ekki  á    áður auglýst samræmingarnámskeið, kost á því að mæta á námskeið þriðjudaginn 17.mars 2009 KL 20.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Góðviðri og gæðingar á Svínavatni

Hans Kjerúlf og stóðhesturinn Sigur frá Hólabaki voru maður og hestur Ís-Landsmótsins á Svínavatni, sem fram fór um helgina. Þeir sigruðu tvöfalt, bæði í B flokki og tölti og fengu þar með tvö hundruð þúsund krónur í verðlaun. Vignir Siggeirsson, bóndi á Hemlu, sló í gegn í A flokki á heimaræktuðum gæðiningi, Ómi frá Hemlu. Einmuna blíða var á Svínavatni allan mótsdaginn og mótið gekk afar vel fyrir sig.

Árshátíðamót Mána-Úrslit

Árshátíðamót Mána fór fram laugardaginn 7.mars. Mjög góð þátttaka var á mótinu þó að mjög kalt væri í veðri. Reiðhöllin var notuð til  upphitunar sem var góður kostur í kuldanum. Dómari var Jóhannes Ottósson.

Vetrarmót Keiluhallarinnar og Gusts – úrslit

Annað mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram í Glaðheimum í gær. Um er að ræða þriggja móta syrpu þar sem þátttakendur safna stigum og í lok þriðja mótsins verða samanlagðir sigurvegarar svo verðlaunaðir sérstaklega. Stigakeppnin er mjög spennandi og jafnt á knöpum í mörgum flokkum, einn knapi hefur þó afgerandi forystu í sínum flokki, en það er Matthías Kjartansson í ungmennaflokki sem hefur sigrað á báðum mótunum hingað til.


MD VÍS - Úrslit slaktaumatölt

Þá er spennandi keppni í slaktaumatölti í MD VÍS lokið. Eftir forkeppni stóð efstur Eyjólfur Þorsteinsson, Málningu, á Ósk frá Þingnesi með einkunnina 7,37. Næst á eftir honum kom Bylgja Gauksdóttir, Líflandi, á Ösp frá Enni með einkunnina 7,30, og þriðji var Sigurður V. Matthíasson, Málningu, á Hyl frá Stóra-Hofi með einkunnina 7,17.

Bongó blíða á Svínavatni

Ís-Landsmótið á Svínavatni verður trúlega stærsta hestamannamót ársins norðan heiða til margra ára. Skráningar eru rúmlega 230. Fjöldinn af stórstjörnum eru á meðal þátttakenda eins og sjá má á meðfylgjandi ráslista. Veðurspáin er hagstæð.

Árshátíðarmót Mána

Árshátíðarmót Mána verður haldið laugardaginn 7. mars kl 13.00. Ef veður er mjög slæmt færist mótið inn í reiðhöll. . . Pollar keppa í reiðhöllinni.

Hestar tamdir fyrr en áður var talið

Hestar voru tamdir af manninum mun fyrr en áður var talið samkvæmt breskum fornleifafræðingum. Þeir hafa fundið merki þess að hross hafi verið notuð á menningarsvæði í Kazakhstan fyrir um 5.500 árum síðan.