Úrtaka fyrir HM 16. – 18. júní í Víðidal

Úrtaka fyrir HM2009 í Sviss verður haldin  á velli Fáks í Víðidal dagana 16. – 18. júní. Úrtökumótið verður nú tveir dagar í stað fjögurra áður. Landsliðsnefnd LH hefur sent frá sér nýjan lykil að vali landsliðsins.

Rangárhöllin vígð

Rangárhöllin á Gaddstaðaflötum var vígð með pompi og prakt á laugardaginn var. Fjöldi manns sótti vígsluna og það var sannarlega hátíðarstemmning á Gaddstaðaflötum. Nú skipti smávægileg væta engu máli. Allir höfðu það notalegt undir þaki reiðhallarinnar.

Örfá pláss eftir á Svellkaldar!

Skráning á ístöltsmótið "Svellkaldar konur" fluggengur og nú eru aðeins örfá pláss eftir af þeim 100 sem í boði eru. Þannig að þær konur sem hafa hugsað sér að taka þátt þurfa að hafa hraðann á.

Hestamenn! Sumarnámskeið 2009

Sumarið 2009 verður boðið upp á námskeið í Reiðmennsku og Sögu hestsins við Hólaskóla - Háskólann á Hólum. Námskeiðið er opið þeim sem hafa lokið stúdentsprófi og hafa grunnþekkingu í meðhöndlun hesta og reiðmennsku. Áfangarnir eru hluti af sameiginlegri námsbraut til BS prófs í Hestafræði við Hólaskóla - Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hýruspor; – Félag um hestatengda þjónusta á Norðurlandi vestra

Nýlega voru stofnuð samtök um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra. Hafa samtökin hlotið nafnið Hýruspor. Markmið samtakana er: ·Að fjölga ferðamönnum sem sækja hestatengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra (Skagafirði og Húnavatnssýslum)og efla um leið afleidda þjónustu (gistingu, veitingar o. s. frv.)

Hestamenn ath!!!

Nú er allt í járnum Nú er lag að læra að járna. Því minnum við ykkur á að skrá ykkur á járninganámskeiðið sem Óskar Jóhannsson heldur fyrir Hestamannafélagið Sörla nú um helgina lau. 21. og sun. 22. febrúar. Skráning hjá Magnúsi á Sörlastöðum í síma 897 2919 eða með tölvupósti á netfangið sorli@sorli.is   Fræðslunefnd Sörla

Eyjó efstur í Meistaradeild VÍS

Eyjólfur Þorsteinsson er ennþá efstur í einstaklingskeppni Meistaradeildar VÍS þegar tveimur mótum er lokið. Hann var efstur í fyrsta mótinu, Smala, og í sjötta sæti í fjórgangi í gærkvöldi. Hann er með 17 stig alls.

Siggi hélt Suðra á toppnum

Sigurður Sigurðarson á Suðra frá Holtsmúla varð efstur í fjórgangi á öðru móti Meistaradeildar VÍS í gærkvöldi. Sigurður sigraði einnig í þessari grein í fyrra, þá á Yl frá Akranesi.

Alþjóðlegir íþróttadómarar ath!!

LH er að kanna áhuga þeirra sem eiga möguleika á að dæma heimsmeistaramótið fyrir hönd Íslands í sumar. Mótið er haldið í Sviss dagana 3. – 9.ágúst 2009

Meistaradeild VÍS - fjórgangur í kvöld

Frá Meistaradeild VÍS: Mikil spenna er fyrir öðru móti Meistaradeildar VÍS sem fer fram í kvöld en þar verður keppt í fjórgangi. Margar þekktar stjörnur munu þar berjast og nýjar koma fram.