03.02.2009
Stjórn LH heldur vinnufund á Blönduósi um næstu helgi. Í tengslum við fundinn er hestamönnum í Húnaþingi, Skagafirði og
Siglufirði boðið til almenns fundar næstkomandi föstudag, 6. febrúar, í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.
02.02.2009
Á morgun, þriðjudaginn 3. febrúar klukkan 14:00 verður haldinn blaðamannafundur blaðamannafundur fyrir Meistaradeild VÍS í
hestaíþróttum í Tjarnarkaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Strax á eftir munu knapar í Meistaradeild VÍS sýna
gæðinga á Tjörninni í Reykjavík til kynningar á deildinni. Kynningin mun fara fram á ísnum næst Tjarnargötunni. Að
sýningu lokinni mun fara fram blaðamannafundur.
02.02.2009
„Við hjá LH erum alltaf tilbúin til ræða málin,“ segir Sigurður Ævarsson, formaður keppnisnefndar og stjórnarmaður í LH.
„Við höfum verið að kynna gæðingakeppnina erlendis undanfarin ár. Viðtökurnar eru ekki eins eindregnar og við bjuggumst við.“
02.02.2009
Hið vinsæla ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ verður haldið í skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík laugardaginn
28. febrúar. Að þessu sinni verður boðið upp á keppni í þremur flokkum. Ekki verður boðið upp á yngri flokk þar sem
sérstakt æskulýðsmót á ís mun fara fram á sama stað laugardaginn 7. mars.
29.01.2009
Sjö nýjir knapar bættust í KS-Meistaradeild Norðurlands síðastliðið þriðjugdagskvöld. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi.
Árni B. Pálsson og Karen Líndal Marteinsdóttur voru jöfn og efst í fjórgangi og Líney M Hjálmarsdóttir varð efst í
fimmgangi.
Sjö nýjir knapar bættust í KS-Meistaradeild Norðurlands síðastliðið þriðjugdagskvöld. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi.
Árni B. Pálsson og Karen Líndal Marteinsdóttur voru jöfn og efst í fjórgangi og Líney M Hjálmarsdóttir varð efst í
fimmgangi.
28.01.2009
Á aðalfundi Faxa sem haldin var í desember var Heiðar Árni Baldursson Múlakoti kosinn íþróttamaður Faxa annað árið í röð. Hann hefur verið mjög duglegur að keppa, sem dæmi hefur hann verið í úrslitum á öllum vetrarmótum Faxa og oft í 1. sæti.
28.01.2009
Fyrsta mót Meistaqradeildar VÍS í vetur verður haldið í næstu viku, fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Keppt verður í smala, sem einnig gengur undir nafninu hraðafimi.
27.01.2009
Magnús Einarsson í Kjarnholtum varð 60 ára þann 24. janúar 2009 og hélt mikla veislu í Aratungu. Þangað komu um 400 manns og snæddu þjóðlegan íslenskan mat og hlýddu á söng og glens.
27.01.2009
Það er ekki sjálfgefið að íslenskur gæðingur sé með lélegt fet og hægt stökk. Þetta er fyrst og fremst spurning um rétta tamningu og þjálfun, segir Magnús Lárursson tamningamaður og reiðkennari. Ég er ekki sammála því að við eigum að markaðssetja ranga tamningu.
26.01.2009
Íslenski alhliða gæðingurinn er á undanhaldi. Stóðhestar sem náð hafa frábærum árangri í gæðingakeppni seljast ekki ef þeir henta ekki í íþróttakeppni. Þetta er að mínu mati umhugsunarefni fyrir íslenska hestamenn og hrossaræktendur, segir Sigurður Ragnarsson.