26.01.2009
Sjötíu þátttakendur eru í hópi eldri reiðmanna á námskeiði í knapamerkjakerfinu hjá Fáki. Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, segir að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri þátttaka í reiðnámskeiðum en í vetur.
23.01.2009
Þrír aðilar fengu úthlutað 7 milljónum króna úr Stofnverndarsjóði fyrir árið 2009. Til ráðstöfunar voru 6.972.612 krónur. Tveimur umsóknum var hafnað. Tveir starfsmenn á Hvanneyri fá 3 milljónir hvor til rannsókna. Þeir fengur einnig styrk á síðasta ári.
23.01.2009
Óli Pétur Gunnarsson, áður í Litlu-Sandvík, örmerkir alla sína hnakka. Hann segir þetta bestu leiðina til að geta sannað eignarhald sitt ef upp koma álitamál. Mjög einfalt sé að koma örmerkjunum þannig fyrir að ekki sé hægt að ná þeim burtu nema skemma hnakkana.
22.01.2009
Þjófar láta nú greipar sópa í hesthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur varað við innbrotunum og telur að brotist hafi verið inn í allt að 50 hesthús. Hnakkar eru það sem þjófarnir ágirnast mest.
21.01.2009
Úrval Útsýn verður með ferð á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í ágúst í Sviss ef tilskilinn fjöldi bókast í ferðina. Boðið er upp á vikuferð og gist á mjög góðu hóteli. Flogið er út á þriðjudeginum 4.ágúst og komið heim viku síðar.
20.01.2009
Hestamannafélagið Sörli stóð fyrir skyndihjálparnámskeiði núverið. Fulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Er þetta lofsvert framtak sem öll hestamannafélög ættu að taka sér til fyrirmyndar.
19.01.2009
Halldór Guðjónsson var samþykktur í dag í lið Lýsis í Meistaradeild VÍS, en stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum kom saman í dag og tók fyrir tilnefningu liðsins. Halldór mun koma inní lið Lýsis í stað Sigríðar Pjetursdóttur sem gaf sæti sitt eftir í deildinni. Það er sannarlega missir af Sigríði úr deildinni, en Halldór mun án ef koma sterkur inn.
19.01.2009
Hinn aldni stóðhestur og höfðingi, Kjarkur frá Egilsstaðabæ er á leið til Svíþjóðar. Hann verður tuttugu vetra í vor. Kaupendur eru þrír Svíar í samstarfi við Guðmund Baldvinsson, tamingamann. Kjarkur var heilbrigðisskoðaður í desember síðastliðnum og var að sögn stálsleginn, eins og þriggja vetra foli.
19.01.2009
Sjötíu og fjögur fyrstu verðlauna kynbótahross voru seld til útlanda á síðastliðnu ári. Fjörutíu og átta stóðhestar og tuttugu og sex hryssur. Þetta kemur fram í upplýsingum frá WorldFengur.com.
19.01.2009
Geysismenn í Rangárþingi hafa sett á laggirnar sérstaka Meistaradeild ungmenna, 12 til 21 árs. Hugmyndin er að keppnin fari fram í Rangárhöllinni. Úrtaka fyrir deildina verður haldin í Rangárhöllinni 28. febrúar.