Meistaradeild UMFÍ

Úrtökukeppni fyrir Meistaradeild UMFÍ verður haldin í Rangárhöllinni laugardaginn 28. febrúar og hefst kl. 10. Minnum á að skráning er hafin á ssaggu@int.is.

Sveitarfélög í Eyjafirði styðja við reiðvegagerð

Sveitarfélögin Hörgárbyggð og Arnarneshreppur Eyjafirði hafa samþykkt að greiða umtalsverðan hluta kostnaðar við reiðvegagerð. Verið er að malbika vegarkafla á svæðum þar sem mikil hestamennska er stunduð.

Reiðhöll á Iðavöllum í burðarliðnum

Hestar og menn á Héraði munu væntanlega spóka sig í nýrri reiðhöll að ári. Nýlega var undirritaður samningur um byggingu 1500 fermetra reiðhallar sem byggð verður á Iðavöllum, félagssvæði Freyfaxa.

Út með ágrip - málþing á Hvanneyri 13. mars

Í undirbúningi er málþing um leiðir til að koma í veg fyrir ágrip og aðra áverka við sýningar hrossa. Málþingið er haldið á vegum félagasamtaka í hrossarækt og hestamennsku, auk landbúnaðarháskólanna og Matvælastofnunnar.

HESTAMENN ATHUGIÐ !

Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er á fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars.

Svarfdælska mótaröðin 2009

Þá fer að styttast í Svarfdælsku mótaröðina 2009, fyrsta umferð verður haldin í Hringsholti fimmtudagskvöldið 5.mars kl 20:00.

Svínavatn-2009 Skráning

Nú styttist í Ís-Landsmótið á Svínavatni laugardaginn 7. mars. Vegleg verðlaun verða í boði m.a. 100.000. kr. fyrir 1. sæti í öllum greinum. Þar sem horfur eru á mikilli þátttöku áskilja mótshaldarar sér rétt til að takmarka skráningafjölda ef á þarf að halda og ræður þá reglan, fyrstur kemur fyrstur fær.

Svaðalegar Svellkaldar framundan!

Á laugardaginn kemur mun hið árlega ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" sem haldið er á vegum Landssambands hestamannafélaga fara fram í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík.

Meistaradeild UMFÍ í Rangárhöllinni

Við vígslu Rangárhallarinnar síðastliðinn laugardag var undirritaður samningur milli LH, hestamannafélagsins Geysis, og UMFÍ, sem verður aðalstyrktaraðili Meistaradeildar ungmenna.

Svellkaldar - Rásröð

Dregið hefur verið um rásröð á Svellkaldar konur, sem er hluti af ísmótaröð LH, og fer fram nk. laugardag 28. febrúar. Rásröðin birtist hér að neðan. Afskráningar og breytingar skulu berast sem fyrst á netfangið skjoni@simnet.is.