12.03.2009
Fjölmenni var á fundi Guðlaugs Antonssonar, hrossaræktarráðunauts, og Kristins Guðnasonar, formanns fagráðs og Félags hrossabænda,
í Þingborg í gærkvöldi. Heitasta umræðuefnið voru hugmyndir um að færa dóma á kynbótahrossum inn á
gæðingavöll. Gunnar Arnarson, hrossaræktandi á Auðsholtshjáleigu, varar við þeim breytingum og segist sjá í þeim margar
hættur.
12.03.2009
Út er komin DVD mynd í tvöföldu hulstri á tveimur DVD diskum, samtals þrír og hálfur klukkutími af því besta frá
Landsmóti hestamanna sem fram fór á Gaddstaðaflötum dagana 30. júní til 6 júlí 2008. Sýnt er frá setningu mótsins
og öllum úrslitum, A og B úrslitum í öllum flokkum og eru þau í rauntíma.
12.03.2009
Föstudaginn 13. mars mun Meistaradeild UMFÍ hefja sig til flugs í Rangárhöllinni, með keppni í fimmgangi og slaktaumatölti. Hefst keppnin kl.
17:00 og mun standa yfir fram á kvöldið. Mikil spenna er i unga fólkinu og verður gaman að sjá knapa og hestakost hjá þeim. UMFÍ
býður alla velkomna, aðgangur er ókeypis. Veitingar eru á staðnum á vegum Rangárhallarinnar. Keppt verður í fimmgangi og T2 og hefst
keppni kl: 17:00 í Rangárhöllinni. Rásröð er eftirfarandi:
12.03.2009
Fyrirhugað fjörumót Snæfellings sem halda átti næstkomandi laugardag fellur niður vegna þess að aðstæður á vettvangi eru ekki
hagstæðar, ótraustur ís á lækjum sem þarf að fara yfir, auk klakahröngls á fjörum. Kannað verður með að halda
þetta mót síðar þegar betur viðrar. Nefndin.
11.03.2009
Þá fer að líða að annari umferð svarfdælsku mótaraðarinnar. Mótið verður með sama sniði og fyrsta umferð. Keppt
verður í opnum flokki í tölti og fjórgangi, tölti og þrígangi hjá unglingum og þrígangi hjá börnum. Mótið
verður haldið 19. mars og hefst kl 20:00 í Hringsholti.
11.03.2009
Um hvað tókust þeir á, Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðurnautur, og Sveinn Guðmundsson, hrossaræktarmaður á
Sauðárkróki? Á ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin, sem haldin verður á Sauðárkróki laugardaginn 21. mars, mun Bjarni
Þorkelsson á Þóroddsstöðum rýna í samskipti og átök þessara stórskipa í íslenskri hrossaræktarsögu.
11.03.2009
Opinn fundur á vegum Félags hrossabænda og Bændasamtaka Íslands um málefni hrossaræktarinnar verður haldinn í Þingborg í
kvöld 11. mars kl. 20:30.
11.03.2009
Af gefnu tilefni skal vekja athygli á því að á Landsþingi LH 2008 á Kirkjubæjarklaustri var samþykkt breyting á reglum um skeifur (grein
8.1.4.3.) Samkvæmt henni skal keppandi hægja niður á fet og ljúka keppni þannig. Á Ís-Landsmóti á Svínavatni, sem haldið var
um síðustu helgi, reið Sigurður Sigurðarson á tölti eftir að hestur hans hafði misst undan sér skeifu. Hann var þó ekki dæmdur
úr leik.
10.03.2009
Þær breytingar urðu nú um helgina á liði Top Reiter að Páll Bragi Hólmarsson hefur hætt keppni í Meistaradeild VÍS. Í
stað hans kemur inn varaknapi liðsins Guðmundur Björgvinsson. Guðmundur er flestum hestamönnum vel kunnugur en hann hefur tekið þátt í keppni og
kynbótasýningum í mörg ár.
10.03.2009
Safn ljósmynda frá Svínavatni er komið á www.lhhestar.is. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri á síðunni og þá
koma upp flokkar ljósmynda sem hægt er að velja úr. Ljósmyndari er Jens Einarsson: frettir@lhhestar.is