Íslandsmótið í hestaíþróttum 2010

Skráning er hafin á Íslandsmótið í hestaíþróttum sem verður haldið að Sörlastöðum Í Hafnarfirði dagana 25.-28. ágúst.

Dómgæsla á Gaddstaðaflötum og önnur gæðingamót

Eins og allir vita hafa áætlanir um mótahald riðlast verulega.  Stjórn GDLH hefur tekið ákvörðun um að standa vörð um að sem flestir nái að dæma í sumar. 

Landsmót á hverju ári?

Ástæða þess að ég sting niður penna er frétt sem birtist á vef Eiðfaxa 7. júlí 2010 þess efnis að FEIF lýsir áhyggjum sínum vegna áhrifa fyrirhugaðs Landsmóts árið 2011 á HM 2011. Í fréttinni kemur fram sú skoðun að mikilvægast sé að horfa fram í tímann og ákvörðun tekin með langtímahagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

Hestaíþróttir á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi nú um verslunarmannahelgina, 30.7 – 1.8. Meðal keppnisgreina eru hestaíþróttir. Keppt verður í tveimur flokkum, barnaflokki ( 11 – 13. ára) og unglingaflokki (14 – 18 ára) í tölti og fjórgangi.

Stórmót Geysis 29.07.-01.08.

Stórmót Geysis er opið gæðingamót sem haldið verður um verslunarmannahelgina á Gaddstaðaflötum. Boðið verður uppá alla flokka:

Gullmótið - úrslit

Þá er lokið Gullmótinu í hestaíþróttum sem var haldið nú um helgina á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks, Víðidal. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og litu margar glæsisýningar dagsins ljós í öllum flokkum.

Frá hestamannafélaginu Létti

Vegna ástandsins höfum við ákveðið að fella niður fyrirhugaða félagsferð Léttis í Bárðardal.

Gullmótið 2010

Gullmótið í hestaíþróttum verður haldið helgina 3. - 4. júlí á félagssvæði Fáks, Víðidal. Ölgerðin er stærsti styrktaraðili mótsins og mun Barki gefa keppendum í fyrsta sæti í öllum greinum Marstall fóðurpoka. Mikill áhugi er fyrir mótinu og heyrst hefur að hópur af erlendum gestum líti í dalinn á meðan á móti stendur.

Eftirlit með heilbrigði hestaleiguhesta

Undirrituð skoðaði ferðahesta Íshesta á Mælifellsdal, eftir ferð yfir Kjöl, föstudaginn 25. júní sl. Fylgst var með hópnum þar sem hann fór yfir Mælifellshálsinn stuttu áður en komið var til byggða.

Frá Samgöngunefnd

Sem flestum er kunnugt þá hafa verið mikil skrif í fjölmiðlum að undanförnu og einnig verið umfjallanir í ljósvakamiðlum vegna verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs og full ástæða verið til.