27.05.2010
Félag tamningamanna lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem er upp er komin varðandi smitandi kvefpest í hrossum. Þar sem ekki hefur tekist
að greina veiruna eru afleiðingar pestarinnar enn óljósar og hún virðist þrálát og erfið viðureignar.
27.05.2010
Reiðmaðurinn, er tveggja ára nám í gegnum Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, sem tekið verður inn í þriðja
sinn í haust. Námið verður boðið fram, m.a. á Flúðum, Iðavöllum á Héraði og á
höfuðborgarsvæðinu.
Kennt er ca. einu sinni í mánuði frá föstudegi til sunnudags, september til apríl bæði árin. Auk þess fær fólk bóklega
kennslu í gegnum fjarnám og staka fyrirlestra.
26.05.2010
Úrtaka hjá hestamannafélaginu Létti, Akureyri, verður haldin 5. júní á Hlíðarholtsvelli í Lögmannshlíð.
Við munum halda 2 úrtökur, 5. júní og líklega 19. júní.
A.T.H. að í þetta sinn verður einungis riðin forkeppni. Við munum líklega ríða úrslit í seinni úrtökunni.
26.05.2010
Enn hefur verið ákveðið að framlengja skráningarfrest á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Síðasti
skráningardagur verður fimmtudagurinn 27. maí. Bændasamtök Íslands hafa gefið leyfi til að sýningin standi til 18. júní.
26.05.2010
Eins og glöggir lesendur heimasíðu LH hafa tekið eftir þá er kominn gluggi efst til hægri á heimasíðuna, Íslandskort yfirskrifað
Kortasjá – reiðleiðir, hér er viðmót kortasjárinnar mun betra en var áður á heimasíðunni. Fyrirhugað er að
fljótlega bætist við reiðleiðir á suður- og vesturlandi auk reiðleiða á hálendinu og svo koll af kolli eftir því sem efni og
aðstæður leyfa.
25.05.2010
Landssamand hestamannafélaga boðar til formannafundar föstudaginn 28.maí n.k. kl 13:00 í húsakynnum ÍSÍ Laugardal. Fundarefni: Landsmót 2010
á Vindheimamelum.
25.05.2010
Skeiðleikum 2 sem halda átti samhliða Gæðingamóti Fáks næsta laugardag hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Stefnt er á að halda Skeiðleika 3, á Selfossi, þriðjudaginn 15. júní eins og áður hefur verið auglýst en þar verður keppt
í tölti, 250m, 150m og 100m skeiði.
22.05.2010
Gríðarlegt brottfall hefur orðið á Sörlastaðasýningunni, í upphafi voru skráð um 200 hross og þegar hollaröðun var birt
á þriðjudagskvöldið voru hrossin komin í 140.
22.05.2010
21. maí 2010Nú þegar smitandi hósti hefur herjað á hrossastofninn í vel á þriðja mánuð hafa safnast
umtalsverðar faraldsfræðilegar upplýsingar um útbreiðslu sjúkdómsins og sjúkdómsferilinn auk upplýsinga um áhrif hans
á heilsu hrossa til lengri og skemmri tíma. Út frá þeim má ráða ýmislegt um orsakir sjúkdómsins og hvernig faraldurinn muni
þróast.
22.05.2010
Dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun var tilkynnt um smitandi hósta í hrossum á Hólum í Hjaltadal og tveimur
nágrannabæjum hinn 7. apríl sl. Þeirri tilkynningu fylgdu upplýsingar um að veikin hefði sennilega verið í gangi í tvær til
þrjár vikur og hugsanlega lengur. Öruggustu tilfellin voru hestar sem komu til Hóla nokkru fyrir páska (um miðjan mars) og var veikin mjög greinilega að
breiðast út frá þeim. Við athugun kom í ljós að veikin var á sama tíma komin á margar stórar tamningastöðvar
á Suðurlandi, í a.m.k. eitt hesthús í Reykjavík (smitið barst með hesti sem kom í húsið 7. mars) og annað í
Keflavík. Allar þessar tamningastöðvar, þ.m.t. Hólar, höfðu tengsl við tiltekna þjálfunarmiðstöð og höfðu
tekið við hestum þaðan fyrir eða um páska. Á þeirri þjálfunarmiðstöð var ekki að hafa nákvæmar upplýsingar
um hvenær fyrst hafði orðið vart við hesta með einkenni veikinnar né hvernig hún hefði hugsanlega borist þangað.