01.03.2010
Ert þú kominn í keppnisgírinn ?? Eða langar þig að vita hvernig atvinnumenn undirbúa og þjálfa sína hesta fyrir keppni ??
Sigurbjörn Bárðarson mun heimsækja okkur í Sörla á Sörlastaði og vera með fyrilestur á miðvikudagskvöldið 3 mars. kl
19:00 þar sem hann fer yfir undirbúning og þjálfun með keppni í huga.
01.03.2010
Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis, haldin í Top Reiter höllinni þriðjudaginn 23. febrúar, lýsir yfir fullum stuðningi við og fagnar
ákvörðun stjórnar LH frá 29. desember s.l. um að hefja fyrst viðræður við Hestamannafélagið Fák í Reykjavík með
það að markmiði að halda Landsmót Hestamanna á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík 2012.
26.02.2010
Búist er við mikilli stemmingu í Ölfushöllinni annað kvöld, en þá gefst einstakt tækifæri til að skella sér á
Meistaradeild VÍS á laugardagskvöldi. Fremstu knapar landsins halda áfram baráttu sinni um stig í deildinni og verður engu til sparað, því
þeir munu mæta til leiks með marga af flottustu tölturum landsins.
26.02.2010
Skrifstofa Landssambands hestamannafélaga verður lokuð í dag, föstudaginn 26.febrúar, eftir kl.12:00 vegna jarðarfarar.
26.02.2010
Boðið verður upp á skemmtilega nýbreytni á Ístöltsmóti kvenna "Svellköldum konum" í Skautahöllinni í Laugardal þann
13. mars nk. þ.e.að vera með liðakeppni. Keppendunum hundrað verður skipt í fimm lið, en dregið verður í liðin úr öllum
keppnisflokkum og munu 20 knapar skipa hvert lið.
26.02.2010
Skráningar berist á netfangið gudinga@ismennt.is í síðasta lagi þriðjudaginn 2. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir
þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa, nafn og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt.
Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu.
26.02.2010
Forsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní –
4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur leiddur í
gegnum ferlið skref fyrir skref.
26.02.2010
Vorannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 15. mars nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar
íþróttagreinar. Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og
krossaprófa.
25.02.2010
Stjórn Meistaradeildar VÍS í samstarfi við keppendur í deildinni hefur tekið ákvörðun um að fresta mótinu sem halda átti í
kvöld.
Verið er að klára að velja dagsetningu fyrir mótið en verður það einhvern næstu daga. Það skýrist vonandi innan skamms.
25.02.2010
Eins og Sunnlendingar hafa orðið varir við síðustu klukkutímana kyngir niður snjó og einnig mikill skafrenningur með því á
þjóðvegum landsins. Stjórn Meistaradeildar VÍS hefur verið í sambandi við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands í morgun.