Sýnikennsla á föstudagskvöldið á Sörlastöðum kl 19:00

Í framhaldi af frábærum fyrirlestri sem haldinn var í gærkvöldi, mun Sigurbjörn Bárðason vera með sýnikennslu á nokkrum hestum Sörlamanna og einnig sýna sinn eigin keppnishest, hvernig hann byggir hann upp.  

Dregið í happadrætti Landsmóts og samstarfsaðila

Fjöldi vinninga var dreginn í happadrætti Landsmóts og samstarfsaðila í verslun Líflands í dag. Í pottinnum lentu allir þeir sem keypt hafa miða í febrúar.  Eins og fram hefur komið stendur happadrættið yfir á meðan forsala aðgöngumiða er í gangi eða til 1. maí.  Dregið er í lok hvers mánaðar eða alls þrisvar sinnum.

Velheppnað mót á Hnjúkatjörn

Síðastliðinn sunnudag var keppt í ístölti Hestamannafélagsins Neista á Hnjúkatjörn við Blönduós og fengu knapar frábært veður. Keppt var í 1. flokki, 2. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Hægt er að sjá myndir frá mótinu á heimasíðu hestamannafélagsins Neista, www.neisti.net.

Menntaráðstefna FEIF 10.-11.apríl 2010

Menntanefnd FEIF og Sportnefnd FEIF standa fyrir fyrstu sameiginlegu ráðstefnu sinni 10.-11.mars 2010 in Wurz, Suður-Þýskalandi. Þema ráðstefnunnar er yfirlína hesta og mun hinn þekkti Dr. Gerd Heuschmann halda fyrirlestra og sýnikennslu auk fleiri aðila, þar sem m.a. eftirfarandi atriði verða í skoðuð:

„Hestanálgun“ í Rangárhöll

Sunnudaginn 7. mars nk. kl. 13 verður boðið upp á nýstárlegan og mjög svo áhugaverðan viðburð í Rangárhöllinni  á Hellu. Um er að ræða samsetta kennslusýningu undir nafninu „Hestanálgun“ þar sem að koma nokkrir kennarar og sýnendur og fjallað verður um allt ferlið:  Meðhöndlun, tamningu og þjálfun hestsins frá fyrstu snertingu að fullmótuðum hesti á keppnisbraut.

Rúna Einarsdóttir - Zingsheim á fræðslukvöldi í Borgarnesi

Félag tamningamanna, í samstarfi við Félag hrossabænda, stendur fyrir fræðslukvöldi í félagsheimili Skugga í Borgarnesi nk. föstudagskvöld, 5. mars kl. 19. Þar mun hinn heimsþekkti knapi og þjálfari Rúna Einarsdóttir - Zingsheim, sem búsett er í Þýskalandi, flytja fyrirlestur um þjálfun hrossa, m.a. með tilliti til mismunandi áherslna á milli Íslands og meginlands Evrópu, auk þess sem hún mun svara fyrirspurnum gesta um hvaðeina er reiðmennsku og þjálfun varðar.

Allt fullt á Svellkaldar!

Þau 100 pláss sem í boði voru á ístöltsmótinu Svellkaldar konur ruku út á fyrsta degi og hefur skráningu nú verið lokað þar sem allt er orðið fullt og þó nokkur fjöldi á biðlista. Góð skráning er í alla flokka og hestakostur frábær.

Samræmingarnámskeið HÍDÍ

Nú er komið að seinna samræmingarnámskeiði HÍDÍ sem haldið verðursunnudaginn 7. mars 2010  í Ölfushöllinni. Námskeiðið hefst stundvíslega kl 9.00 árdegis og stendur til Kl 17.00.

Svellkaldar konur - fyrstur kemur, fyrstur fær!

Skráning á Svellkaldar 2010 hófst í morgun og nú þegar eru 45 skráningar staðfestar! Aðeins 100 pláss eru í boði og því er um að gera að drífa sig í að skrá því hér gildir reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær."

Grænhóll hlýtur Landbúnaðarverðlaunin 2010

Hrossaræktarbúið á Grænhól í Ölfusi hlaut Landbúnaðarverðlaunin 2010 sem veitt voru á Landbúnaðarþingi Bændasamtaka Íslands. Það var Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem afhenti Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur verðlaunin.