Ályktun frá aðalfundi Funa

Aðalfundur Hestamannafélagasins Funa, haldinn í Funaborg á Melgerðismelum 25. feb. 2010 fagnar því að stjórn LH hafi sýnt þá víðsýni að ganga til samninga við Fák um landsmót 2012 í Reykjavík.

Fáksfréttir

Reiðtúrinn á laugardaginn Riðið verður upp í Hörð og lagt af stað kl. 14:00. Riðin verður strandarleiðin (framhjá Korpúlfsstöðum) og áð oft á leiðinni svo þetta er bara einna hesta ferð. Kaffi og meðlæti í félagsheimili Harðar. Sjáumst á laugardaginn.

Meistaradeild VÍS - ráslistar

Á fimmtudag verður þriðja mótið í Meistaradeild VÍS og þá er keppt í slaktaumatölti. Nú hafa allir knapar skilað inn hvaða hesta þeir munu mæta með og eru engar smá stjörnur þar á ferðinni.

Opið töltmót á Hnjúkatjörn

Opið töltmót á Hnjúkatjörn sunnudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Skráning er hjá Óla Magg á netfangið: sveinsstadir@simnet.is fyrir miðnætti fimmtudag 25. febrúar.

Stjörnutölt Léttis 2010

Hið árlega Stjörnutölt verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 20.mars n.k. Keppni úrvalstöltara á ís og opin stóðhestakeppni 5 vetra og eldir. Þess má geta að skráningu í stóðhestakeppnina lýkur þriðjudaginn 16. mars kl. 20:00.

Til eigenda og umsjónarmanna útigangshrossa

Langvarandi frost og snjóleysi víða á landinu veldur því að sumstaðar er nú ekkert vatn að hafa fyrir útigangshross. Eigendur og umráðamenn eru minntir á skyldur sínar til að fylgjast vel með hrossum á útigangi og og tryggja að þau hafi aðgang að vatni.

Slaktaumatölt á fimmtudag

Næsta grein í Meistaradeild VÍS er slaktaumatölt og fer keppnin fram í Ölfushöllinni á fimmtudaginn. Þetta er þriðja mótið í deildinni og má gera ráð fyrir því að hart verði barist bæði í einstaklings og liðakeppninni. Gaman verður að sjá hver mætir með hvern.

Úrtaka „Allra sterkustu“

Ístöltið „Allra sterkustu“ verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal þann 3.apríl. Þar munu mæta til leiks íslenskir landsliðsknapar, heimsmeistarar, Íslandsmeistarar og fleiri feikna sterkir knapar og hestar. Viðburður sem enginn hestamaður má láta fram hjá sér fara.

Ís-landsmót á Svínavatni 6. mars

Undirbúningur vegna mótsins gengur ágætlega og mikil og góð stemming í gangi. Það eina sem menn hafa áhyggjur af  (aðallega sunnan heiða)  er hvort ísinn sé í lagi.

Ályktun frá stjórn Hestamannafélagsins Sörla varðandi landsmót í Reykjavík 2012

Á fundi þann 16. febrúar fjallaði stjórn Hestamannafélagsins Sörla um val stjórnar LH á landsmótsstað fyrir árið 2012. Mjög skiptar skoðanir eru innan stjórnar Sörla og meðal félagsmanna um hvort halda eigi landsmót á höfuðborgarsvæðinu.