Ný heimasíða

Hestamannafélagið Skuggi í Borgarnesi hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu, www.hmfskuggi.is. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um félagið, starfsemi þess og dagskrá vetrarins. Það er mikið um að vera hjá Skuggamönnum og vetrarstarfið komið á fullt og þar kemur ný og glæsileg reiðhöll félagsins án efa að góðum notum.

Þórarinn Eymundsson með sýnikennslu í Sörla

Sunnudaginn 24 janúar nk. mun Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Sörla, standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Sörla kl. 16:00.

Reglur fyrir íþróttakeppni

Að beiðni HÍDÍ hefur nú verið sett á heimasíðuna FIPO leiðarinn 2009, FIPO reglurnar 2009 og skemamynd vegna útreikninga á einkunn í fimmgangi. Upplýsingarnar er að finna undir KEPPNISMÁL - ÍÞRÓTTADÓMARAR - FIPO LEIÐARI 2009 ENSKA. Einnig hægt að smella hér.

Fundargerð aðalfundar HÍDÍ

Aðalfundur HÍDÍ, hestaíþróttadómarafélags Íslands, var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal mánudaginn 18.janúar 2010. 32 félagsmenn sóttu fundinn sem er mjög ánægjulegt. En það er nálægt 27 % allra félagsmanna.

Reiðleiðir um hálendi Íslands

Nú er að finna á heimsíðunni upplýsingar og kort af reiðleiðum um hálendi Íslands. Kortin eru fimm talsins og skiptast í suður-, austur-, norður- og vesturhálendi auk yfirlitskorts.

Sýnikennsla FT frestast til 9.feb.

Sýnikennslan "Ungir á uppleið" sem stóð til að færi fram 19.janúar nk. í reiðhöll Borgarnes hefur verið frestað til 9.feb. nk. vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Fáksfréttir

Verum hagsýn í kreppunni! Sala á notuðum reiðfatnaði verður í félagsheimili Fáks sunnudaginn 17.janúar 2010. Losið úr skápum og hirslum reiðföt sem þið eruð hætt að nota og fáið fé fyrir eða komið og kaupið ykkur reiðföt á góðu verði!

Stóðhestadagur í Rangárhöllinni 2010

Stóðhestadagur verður haldinn í Rangárhöllinni á Hellu öðru sinni laugardaginn 3. apríl nk. og rétt fyrir áhugasama hrossaræktendur að taka daginn strax frá! Dagurinn var haldinn í fyrsta skipti í fyrra og tókst gríðarlega vel, en þá kom fram fjöldi stóðhesta auk heiðurshestsins Kraflars frá Miðsitju sem þar sást í reið í síðasta sinn.

Nýárstölt Léttis og Líflands

Nýárstölt Líflands og Léttis verður haldið í Top Reiterhöllinni föstudaginn 15. janúar klukkan 20:00. Skráning er á staðnum og hefst klukkan 19:00.

800 reiðslóðir í vefbanka

Langstærsti reiðslóðabanki landsins hefur verið aukinn og endurbættur. Þar eru nú 800 reiðslóðir. Viðbæturnar eru einkum úr Dölum og Þingeyjarsýslum, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Aðgangur að bankanum er ókeypis á www.jonas.is.