Meira stóðhestastuð! -Heimsmeistari í heimsókn

Stjörnurnar streyma á stóðhestaveisluna á laugardaginn og nú er staðfest að Sæsbörnin Konsert landsmótssigurvegari og Kveðja frá Korpu munu mæta sem og Auðnusynirnir flottu frá Lundum II, þeir Alur og Asi.

Norðurlandamót í Eskilstuna/umsóknarfrestur

Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 2. -5. ágúst í Eskilstuna í Svíþjóð. Í Eskilstuna eru aðstæður góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt.

Kvistur og Kompás mæta - Arion kemur með alsystrum sínum

Miðar á Stóðhestaveisluna í Ölfushöllinni á laugardaginn rjúka út í forsölu og mikil stemming er að myndast um sýninguna. Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands hefst með sköpulagsmati kl. 13 og svo verða folarnir sýndir kl. 15:30.

Stóðhestaveisla í Ölfushöll

Hin árlega stórsýning stóðhestanna "Stóðhestaveislan" verður haldin í Ölfushöllinni á laugardaginn kemur, 7. apríl kl. 20. Þar munu koma fram á fjórða tug stóðhesta og afkvæma, auk þeirra ungfola sem sigrað hafa á ungfolasýningu HS fyrr um daginn.

Dymbilvikusýning í kvöld!

Það stefnir í stórgóða Dymbilvikusýningu í kvöld!

Páskatölt Léttis

Páskatölt Léttis verður þann 5. apríl kl. 16:00.

Þrauta og leikjadagur í Gusti

Hinn árlegi þrauta- og leikjadagur unga fólksins fer fram í reiðhöll Gusts föstudaginn langa, að venju og hefst fjörið kl. 11.

Heildarúrslit "Allra sterkustu"

Heildarúrslit frá Ístölti þeirra allra sterkustu má sjá hér fyrir neðan. Mótið var gríðarsterkt og tókst með afbrigðum vel.

Top Reiter/Ármót sigraði liðakeppnina

Það var lið Top Reiter / Ármót sem stóð uppi sem sigurvegari liðakeppni Meistaradeildarinnar en þeir hlutu 321 stig. Liðið var jafnframt kosið skemmtilegasta liðið en það var valið af áhorfendum, dómurum og stjórn deildarinnar.

Artemisia sigraði einstaklingskeppnina

Úrslitin í einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar réðust í kvöld. En það var Artemisia Bertus, Hrímnir, sem sigraði hana með 48,5 stig. Artemisia var jafnframt kosin Fagmannlegasti knapi deildarinnar 2012 en hann var kjörinn af áhorfendum, dómurum og stjórn deildarinnar.